Mannanafnanefnd samþykkti í byrjun ágúst eiginnöfnin Mara og Sophie og hafa nöfnin verið færð í mannanafnaskrá. Nöfnunum Marias, Dania og Vikingr var hins vegar hafnað. Nöfnunum Marias og Dania var hafnað á þeirri forsendu að þau töldust ekki geta verið í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið Vikingr taldist hins vegar brjóta í bága við íslenskt málkerfi.
Þú mátt nefna stelpuna þína Sophie
Jón Hákon Halldórsson skrifar
