Þurfa ekki að flytja úr heimabyggð til að stunda nám Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2015 19:30 Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi. Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi.
Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira