Þurfti að stökkva vegna fundar tengdum fundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 13:31 Sigmundur Davíð á faraldsfæti í Alþingishúsinu í gær. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynnti skýrslu sína um skuldaleiðréttingu á fjórða tímanum í gær en varð skömmu síðar frá að hverfa. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, segir þingheim hafa verið vel meðvitaðan um að fyrirhugaður var fundur ráðherra með samninganefnd ASÍ klukkan 17 í gær. Sigmundur hafi hins vegar þurft að yfirgefa Alþingi um 45 mínútum á undan áætlun. „Það sem gerðist var að hann þurfti óvænt að yfirgefa Alþingi fyrr í tengslum við fundinn,“ segir Jóhannes Þór. Hann hafi komið þeim upplýsingum áleiðis til forseta Alþingis um leið og það varð ljóst. „Þetta voru óviðráðanlegar ástæður.“ Minnir Jóhannes á að fólk hafi komið utan af landi til að mæta á þennan löngu fyrirfram skipulagða fund.Sjá einnig: Össur segir Sigmund Davíð hafa sýnt þinginu hroka Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust illa við því að forsætisráðherra yfirgæfi fundinn fyrr en ætlað var. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði formenn flokkanna hafa rætt við forseta Alþingis fyrir þingið og verið upplýst um að forsætisráðherra yrði fjarverandi síðari hluta umræðunnar. Hann hafi hins vegar yfirgefið svæðið að lokinni framsögu sinni. „Ekki í fyrsta sinn flytur hann sína framsögu og gengur svo úr þingsal. Tekur ekki þátt í skoðanaskiptum,“ sagði Svandís. Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tóku í kjölfarið til máls og skoruðu á forseta að fresta þingfundi. „Auðvitað er ekki hægt að ræða mál ef framsögumaður málsins, sá sem mælir fyrir skýrslunni, er bara farinn. Þetta er bara heimskulegt,“ sagði Guðmundur Steingrímsson sem steig í ræðustól klukkan 16:31. „Hann hóf ræðu sína á að lýsa yfir mikilli tilhlökkun að hann hlakkaði rosalega til að eiga þennan orðastað við stjórnarandstöðuna á þessum mikla gleðidegi. Svo fer hann bara.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi klukkan 16:48. Framsögu Sigmundar Davíðs má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13