Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 07:48 „Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag. Mikil er ábyrgð hans ef hann gerir það ekki. Það er gríðarleg ólga í samfélaginu eftir að hann var afhjúpaður í Kastljósi í gær sem loddari og lygari með vænissýki á háu stigi.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Tilefnið er flestum kunnugt; ítarleg umfjöllun í Kastljósi í gær um tengsl forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag....Posted by Birgitta Jónsdóttir on Sunday, 3 April 2016Það er ekki ofsögum sagt að mikil ólga sé í samfélaginu vegna málsins. Um 7.500 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 í dag og þá hafa tæplega 22 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsætisráðherra er sagt upp störfum. Þá hefur verið sett upp vefsíða þar sem einfaldlega er spurt hvort að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér. Sé smellt á síðuna fær maður svar við þessari einföldu spurningu. Þing kemur saman á ný í dag eftir páskahlé klukkan 15 og eiga bæði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þá mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis funda í hádeginu til að ræða aflandsfélög og hæfi Sigmundar Davíðs. Nú klukkan 8.15 munu síðan formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funda en að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er ætlunin að fara yfir daginn og stilla saman strengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Fleiri fréttir Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Sjá meira
„Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag. Mikil er ábyrgð hans ef hann gerir það ekki. Það er gríðarleg ólga í samfélaginu eftir að hann var afhjúpaður í Kastljósi í gær sem loddari og lygari með vænissýki á háu stigi.“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Tilefnið er flestum kunnugt; ítarleg umfjöllun í Kastljósi í gær um tengsl forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.Ég vona að hann Sigmundur Davíð skilji alvarleika málsins og sjái sóma sinn í því að segja af sér fyrir þingfund í dag....Posted by Birgitta Jónsdóttir on Sunday, 3 April 2016Það er ekki ofsögum sagt að mikil ólga sé í samfélaginu vegna málsins. Um 7.500 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 17 í dag og þá hafa tæplega 22 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsætisráðherra er sagt upp störfum. Þá hefur verið sett upp vefsíða þar sem einfaldlega er spurt hvort að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér. Sé smellt á síðuna fær maður svar við þessari einföldu spurningu. Þing kemur saman á ný í dag eftir páskahlé klukkan 15 og eiga bæði forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þá mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis funda í hádeginu til að ræða aflandsfélög og hæfi Sigmundar Davíðs. Nú klukkan 8.15 munu síðan formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funda en að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, er ætlunin að fara yfir daginn og stilla saman strengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Fleiri fréttir Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Stjórnarandstaðan mun leggja fram vantrauststillögu þar sem ljóst sé að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um hagsmunatengsl sín. 4. apríl 2016 05:00