Innlent

Þvinganirnar eru á næsta leiti

Jóhannes Stefánsson skrifar
Makrílveiðar hafa verið mikil búbót fyrir Ísland og Færeyjar.
Makrílveiðar hafa verið mikil búbót fyrir Ísland og Færeyjar. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins í garð Íslands og Færeyja virðast nú óhjákvæmilegar.

Þær munu hafa það í för með sér að hvorug þjóðin getur landað makríl eða síld né flutt tegundirnar í gegnum hafnir innan ESB.

Sambandið segir löndin ofveiða makrílinn en ljóst er að veiðarnar hafa gríðarlega efnahagslega þýðingu fyrir þjóðirnar í norðri.

Þá hafa bæði Íslendingar og Færeyingar hafnað ásökunum um að veiðarnar séu ekki sjálfbærar.

Bretland, Írland, Spánn, Frakkland og Portúgal eru hlynnt þvingununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×