Innlent

Þýsk skúta sökk út af Garðskaga

Gissur Sigurðsson skrifar
Þýska seglskútan sem sökk í nótt út af Garðskaga.
Þýska seglskútan sem sökk í nótt út af Garðskaga.
Tólf Þjóðverjum, sem voru um borð í þýskri selgskútu, var bjargað um borð í björgunarskip Landsbjargar þegar mikill leki kom að henni og skipstjórinnn sendi út neyðarkall upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi.

Skútan var þá suðvestur af Garðskaga og beindi stjórnstöð Landheglisgæslunnar nálægum skipum þegar í átt að henni, kallaði út björgunarskip Landsbjargar og sendi þyrlu á vettvang.

„Þetta virðist hafa borið svo brátt að, að fólkið virðist hafa komið beint úr kojunum og uppá dekk,“ segir Oddur Arnar Halldórsson skipstjóri. Hann segir alla skipverja heila, en hrakta og skelkaða.

Fólkið náðist um borð í björgunarskip Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í nótt, en skútan sökk skömmu síðar. Fólkið var flutt til Sandgerðis, þar sem lögregla og fullltrúar þýska sendiráðsins tók á móti því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×