Innlent

Þýski flugherinn á Keflavíkurflugvelli

Flugsveit frá Þýska flughernum kom hingað til lands í dag til að sinna loftrýmisgæslu í júní en sex herþotur taka þátt í verkefninu.

Þýsku herflugmennirnir heilsuðu íslensku fjölmmiðlafólki með lágflugi yfir Keflavíkurflugvelli en þetta er fyrsta skipti sem Þjóðverjar sinna loftrýmisgæslu Íslands. Um 140 liðsmenn þýska flughersins eru staddir hér á landi vegna verkefnisins.

Loftrýmisgæslunni verður sinnt með sex F4 Phantom orrustuþotum. Þessar orrustuþotur voru framleiddar fyrst á sjötta áratug síðustu aldar og eru því orðnar sextíu ára gamlar. Bandaríkjamenn hættu að nota þessa tegund fyrir 15 árum.

Þýski flugherinn stefnir að því að taka þessar vélar úr notkun í fyrsta lagi árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×