Þýskir rútubílstjórar smygla varningi til landsins Jakob Bjarnar skrifar 27. ágúst 2013 13:16 Vikulega flytur Norræna 4-5 rútur til landsins, það er yfir sumartímann og gera þá tollarar upptækan varning í stórum stíl. Árni Elísson, hjá tollinum á Seyðisfirði, segir að þeir þar hafi gert varning, sem þýskir rútubílstjórar hafa með sér til landsins þegar þeir koma með Norrænu, upptækan í stórum stíl. Vísir greindi frá því í gær að þýskur rútubílstjóri henti Úlrik Artúrssyni leiðsögumanni úr rútu sinni fyrir helgi með ókvæðisorðum og sakaði hann um að hafa af sér háar fjárhæðir með því að leiðbeina ferðamönnum í stórmarkaði – þeir væru þá ekki að versla mat og drykk af sér á meðan. Þetta tiltekna dæmi, ævintýri Úlriks, kemur Árna Elíssyni tollara á Seyðisfirði á óvart, því þetta er rúta sem hann fór persónulega í, hirti þaðan mikið af varningi og sá varningur sé á skrifstofu hans. Árni ætlar að eiga orð við bílstjórann þá er hann fer á morgun. Árni segir þetta vissulega vandamál, að rútubílstjórar séu með veitingasölu um borð í rútum sínum. En kannski ekki eins umfangsmikið og margir ætla. „Ég held að þetta sé ekki víðtækt vandamál. Hins vegar þekkist þetta. Við erum búnir, alveg frá því snemma í vor, að fara í flestar rútur, ekki allar, þannig að einhverjir hafa farið fram hjá okkur, við höfum hreinlega ekki „kapísatet“ til að gera meira, en við erum búnir að taka úr mjög mörgum rútum allskyns söluvarning.“ Árni segir það koma sér á óvart, í ljósi þess að þeir hjá tollinum í Seyðisfirði hafa gert upptækan varning í stórum stíl í sumar, ef margar rútur eru á ferð með varning sem verið er að selja. Hann segir fyrirliggjandi að þeir sem haga málum svo séu að brjóta margvísleg lög. „Óheimilt er vitaskuld að flytja inn slíkan varning; áfengi og matvöru – þeir geta ekki komið með það tollfrjálst til landsins og byrjað að selja. Síðan er óheilmilt að selja um borð í rútum. Þeir hafa ekki veitingaleyfi til þess.Úlrik leiðsögumaður lenti í honum kröppum eftir stormasöm samskipti við þýskan rútubílsstjóra.Einkum eru þetta þýskir bílstjórar sem um ræðir sem drýgja tekjur með þessum hætti. Búdrýgindi sem slík tíðkast í Evrópu þannig að þarna er um einhvers konar menningarmun að ræða. Ekki eru fyrirliggjandi hversu margar erlendar rútur á ferð um landið á hverjum tíma en vikulega yfir sumartímann koma fjórar til fimm rútur til landsins með Norrænu auk þess sem einhverjar geta komið með frakt með Eimskip og Samskipum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Árni Elísson, hjá tollinum á Seyðisfirði, segir að þeir þar hafi gert varning, sem þýskir rútubílstjórar hafa með sér til landsins þegar þeir koma með Norrænu, upptækan í stórum stíl. Vísir greindi frá því í gær að þýskur rútubílstjóri henti Úlrik Artúrssyni leiðsögumanni úr rútu sinni fyrir helgi með ókvæðisorðum og sakaði hann um að hafa af sér háar fjárhæðir með því að leiðbeina ferðamönnum í stórmarkaði – þeir væru þá ekki að versla mat og drykk af sér á meðan. Þetta tiltekna dæmi, ævintýri Úlriks, kemur Árna Elíssyni tollara á Seyðisfirði á óvart, því þetta er rúta sem hann fór persónulega í, hirti þaðan mikið af varningi og sá varningur sé á skrifstofu hans. Árni ætlar að eiga orð við bílstjórann þá er hann fer á morgun. Árni segir þetta vissulega vandamál, að rútubílstjórar séu með veitingasölu um borð í rútum sínum. En kannski ekki eins umfangsmikið og margir ætla. „Ég held að þetta sé ekki víðtækt vandamál. Hins vegar þekkist þetta. Við erum búnir, alveg frá því snemma í vor, að fara í flestar rútur, ekki allar, þannig að einhverjir hafa farið fram hjá okkur, við höfum hreinlega ekki „kapísatet“ til að gera meira, en við erum búnir að taka úr mjög mörgum rútum allskyns söluvarning.“ Árni segir það koma sér á óvart, í ljósi þess að þeir hjá tollinum í Seyðisfirði hafa gert upptækan varning í stórum stíl í sumar, ef margar rútur eru á ferð með varning sem verið er að selja. Hann segir fyrirliggjandi að þeir sem haga málum svo séu að brjóta margvísleg lög. „Óheimilt er vitaskuld að flytja inn slíkan varning; áfengi og matvöru – þeir geta ekki komið með það tollfrjálst til landsins og byrjað að selja. Síðan er óheilmilt að selja um borð í rútum. Þeir hafa ekki veitingaleyfi til þess.Úlrik leiðsögumaður lenti í honum kröppum eftir stormasöm samskipti við þýskan rútubílsstjóra.Einkum eru þetta þýskir bílstjórar sem um ræðir sem drýgja tekjur með þessum hætti. Búdrýgindi sem slík tíðkast í Evrópu þannig að þarna er um einhvers konar menningarmun að ræða. Ekki eru fyrirliggjandi hversu margar erlendar rútur á ferð um landið á hverjum tíma en vikulega yfir sumartímann koma fjórar til fimm rútur til landsins með Norrænu auk þess sem einhverjar geta komið með frakt með Eimskip og Samskipum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira