Þýskt félag hyggur á mælingar við Grindavík vegna vindmyllugarðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Formaður bæjarráðs segir Grindvíkinga vilja uppbyggingu eins og aðra en telur margt óunnið varðandi vindmyllugarð. Fréttablaðið/Valli Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira