Tífalt meira kvikasilfur í refum við sjó Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 10:00 Þessi rebbi býr á Hornbjargi. Helsta fæða refa á því svæði er sjófuglar og önnur fæða úr sjó. Mynd/Lucie Abolivier „Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“ Mest lesið Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Innlent Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Innlent Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Innlent Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Erlent Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Innlent Réttarhöld hafin yfir Depardieu Erlent Fleiri fréttir Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sjá meira
„Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“
Mest lesið Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Innlent Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Innlent Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Innlent Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Innlent Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Erlent Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Innlent Réttarhöld hafin yfir Depardieu Erlent Fleiri fréttir Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sjá meira