Til foreldra barna í leik- og grunnskólum 23. júní 2011 11:00 Á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar 6.júní sl. var tillaga meirihluta Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir leik- og grunnskóla Reykjavíkur samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru einu fulltrúar ráðsins sem hafa verið á móti tillögunni frá upphafi. Nú stendur málið þannig að borgarráð á eftir að fjalla um tillöguna og annaðhvort hafna henni eða samþykkja og þar með gera hana að lögum. Sá fundur borgarráðs verður haldinn 23. eða 30. júni nk. Kristið fólk mun að sjálfsögðu ekki hætta að biðja og knýja á í bæn. Mikil andstaða er með tillöguna innan stjórnkerfisins og meðal foreldra, skólastjórnenda og kennara Reykjavíkur. Verði tillagan samþykkt í borgarráði mun það geta haft eftirfarandi í för með sér: Kirkjuheimsóknir í leik- og grunnskóla verði lagðar af – nema í fræðilegum tilgangi þegar um vettvangsferðir eða beina kennslu er að ræða. Auglýsingum um trúarlegt efni má ekki dreifa í skólunum. Gídeonmenn munu ekki fá að gefa Nýja testamenti sín til 10 ára barna eins og undanfarin 60 ár. Trúfélög munu ekki fá að kynna starfsemi sína í skólunum á skólatíma. Æskulýðsstarf sem verið hefur í skólahúsnæði verði ekki notað í trúarlegum tilgangi á meðan starfsemi á vegum ÍTR fer fram á daginn. Á einum stað í tillögu mannréttindaráðs stendur eftirfarandi: „Helgistundir sem tengjast viðbrögðum við áfalli skulu fara fram utan skólatíma." Oft er haft samband við skólastjóra eða kennara þegar slys eða dauðsfall verður í fjölskyldu barns sem er í skólanum þegar atburðurinn gerist. Kyrrðarstund með barni sem tilkynnt er um sorgaratburðinn með aðstandenum þess á slíkum stundum er sjálfsögð. Og auðvitað fer slíkt fram innan veggja skólans. Álitamál er hvort tillögur mannréttindaráðs samrýmast gildandi lögum um leik- og grunnskóla og aðrar réttarheimildir sem eiga við um málefni í tillögum ráðsins. Það þarf að fá úr því skorið hvort með tillögum ráðsins sé umræðan og afskipti af kennslu, námsskrá og öðrum innri málum skólans ekki orðin óeðlileg. Mannréttindaráð segir að prestar og aðrir fulltrúar trúar- og lífsskoðunarfélaga séu stöðugt inni á gafli í skólunum. Samt þekkist það mjög lítið að trúar- og lífsskoðunarfélög stundi starfsemi sína innan veggja skólans samkvæmt könnun sem gerð var 2007. Hafi fulltrúar kirkjunnar komið í skólana er það til að kynna starf sitt eins og barnakóra, æskulýðsstarf og sunnudagaskóla. Það flokkast ekki undir það sem ráðið kallar „heimsóknir í trúarlegum tilgangi". Samkvæmt lögfræðilegu áliti brjóta slíkar heimsóknir alls ekki í bága við grunnskólalög, aðalnámsskrá leikskóla né ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu, eins og sjá má þar á bls. 33. Mannréttindaráðið talar um „að grundvallarmunur sé á starfi lífsskoðunarfélags og tómstundastarfi". Það fær ekki staðist samkvæmt staðfestingu Mannréttindadómstóls Evrópu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verði slíkar heimsóknir bannaðar innan skólans hlýtur það að leiða til þess að jafnframt verði að banna innan skólans alla kynningu aðra á félagslegu starfi, svo sem hjá íþróttafélögum, Rauða krossinum, Amnesty, skátunum og jafnvel ÍTR. Annað væri brot á reglum stjórnarskrárinnar. Er það þessi dauðahreinsun á sambandi skóla og samfélags sem mannréttindaráð Reykjavíkur óskar eftir? Slík „hreinsun" getur ekki flokkast sem mannréttindi heldur fremur sem þöggun. Og þöggun er einmitt versta tegund innrætingar og í henni gætu vissulega verið fólgin mannréttindabrot. Minnt skal á að trúfrelsi er fólgið í því að fá að velja, félagslega og trúarlega. Tillaga meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sem kom fram í fundargerðum þeirra endurspeglar því miður ekki umburðarlyndi heldur einkennist af miðstýringu og boðvaldi, þar sem skólastjórnendum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um samskipti trúar- og lífsskoðunarfélaga við skólasamfélagið. Ein af forsendum meirihluta borgarstjórnar var sú að fjölmargar kvartanir hefðu borist vegna heimsókna trúfélaga í skólana og ekki fylgdu þeirri staðhæfingu neinar tölulegar upplýsingar. Nú hafa þær tölur verið lagðar fram og kemur í ljós að einungis 22 kvartanir hafa borist mannréttindaskrifstofu frá samfélagi sem telur rúmlega tuttugu þúsund nemendur. Þessar kvartanir bárust mannréttindaskrifstofu vegna þess að börn sem ekki fóru með í kirkjuferðir eða fermingarferðalög fengu ekki viðeigandi úrlausn sinna mála. Kvartanirnar beindust því ekki að viðburðunum, kirkjuferðum eða ferðalögum, heldur að því að tilteknir skólar fundu nemendum ekki viðeigandi verkefni á meðan. Þess í stað sátu börnin t.d. á bókasöfnum og lærðu þar á meðan. Engin af þessum kvörtunum beindist að Gídeonmönnum eða afhendingu Nýja testamentisins. Engin kvörtun beindist að fermingarferðalögum fermingarbarna né að kirkjuferðum fyrir jól eða aðrar hátíðir. Hins vegar hafa fulltrúum í mannréttindaráði borist nokkur hundruð kvartanir frá borgarbúum þar sem umræddum tillögum er mótmælt. Nú þurfum við öll að taka höndum saman og biðja Guð um að grípa inn í og stöðva þessar aðgerðir. Við vitum að barátta okkar er ekki við menn heldur við andaverur vonskunnar í himingeiminum, samanber Efesusbréf 6. kafla Páls postula. Þess vegna er svo mikilvægt að biðja fyrir þessu máli. Verum óþreytandi í að hrópa til Guðs um framtíð íslenskra barna í leik- og grunnskólum. Við verðum að sjá til þess að börn fái að kynnast trúarlegri arfleifð okkar Íslendinga, að það sé eðlilegt að börn sem alast upp í kristnu landi fái Nýja testamentið að gjöf og að það sé eðlilegt að fara í kirkju og leita Guðs í öllum kringumstæðum lífsins. Höfundar: Valgerður Þóra Benediktsson Í Samtökum kristinna kennslukvenna Erdna Varðardóttir leiðtogi fyrir Jesúkonur á Íslandi Benedikt Jasonarson kristniboði og kennari Margrét Hróbjartsdóttir kristniboði og hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar 6.júní sl. var tillaga meirihluta Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir leik- og grunnskóla Reykjavíkur samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru einu fulltrúar ráðsins sem hafa verið á móti tillögunni frá upphafi. Nú stendur málið þannig að borgarráð á eftir að fjalla um tillöguna og annaðhvort hafna henni eða samþykkja og þar með gera hana að lögum. Sá fundur borgarráðs verður haldinn 23. eða 30. júni nk. Kristið fólk mun að sjálfsögðu ekki hætta að biðja og knýja á í bæn. Mikil andstaða er með tillöguna innan stjórnkerfisins og meðal foreldra, skólastjórnenda og kennara Reykjavíkur. Verði tillagan samþykkt í borgarráði mun það geta haft eftirfarandi í för með sér: Kirkjuheimsóknir í leik- og grunnskóla verði lagðar af – nema í fræðilegum tilgangi þegar um vettvangsferðir eða beina kennslu er að ræða. Auglýsingum um trúarlegt efni má ekki dreifa í skólunum. Gídeonmenn munu ekki fá að gefa Nýja testamenti sín til 10 ára barna eins og undanfarin 60 ár. Trúfélög munu ekki fá að kynna starfsemi sína í skólunum á skólatíma. Æskulýðsstarf sem verið hefur í skólahúsnæði verði ekki notað í trúarlegum tilgangi á meðan starfsemi á vegum ÍTR fer fram á daginn. Á einum stað í tillögu mannréttindaráðs stendur eftirfarandi: „Helgistundir sem tengjast viðbrögðum við áfalli skulu fara fram utan skólatíma." Oft er haft samband við skólastjóra eða kennara þegar slys eða dauðsfall verður í fjölskyldu barns sem er í skólanum þegar atburðurinn gerist. Kyrrðarstund með barni sem tilkynnt er um sorgaratburðinn með aðstandenum þess á slíkum stundum er sjálfsögð. Og auðvitað fer slíkt fram innan veggja skólans. Álitamál er hvort tillögur mannréttindaráðs samrýmast gildandi lögum um leik- og grunnskóla og aðrar réttarheimildir sem eiga við um málefni í tillögum ráðsins. Það þarf að fá úr því skorið hvort með tillögum ráðsins sé umræðan og afskipti af kennslu, námsskrá og öðrum innri málum skólans ekki orðin óeðlileg. Mannréttindaráð segir að prestar og aðrir fulltrúar trúar- og lífsskoðunarfélaga séu stöðugt inni á gafli í skólunum. Samt þekkist það mjög lítið að trúar- og lífsskoðunarfélög stundi starfsemi sína innan veggja skólans samkvæmt könnun sem gerð var 2007. Hafi fulltrúar kirkjunnar komið í skólana er það til að kynna starf sitt eins og barnakóra, æskulýðsstarf og sunnudagaskóla. Það flokkast ekki undir það sem ráðið kallar „heimsóknir í trúarlegum tilgangi". Samkvæmt lögfræðilegu áliti brjóta slíkar heimsóknir alls ekki í bága við grunnskólalög, aðalnámsskrá leikskóla né ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu, eins og sjá má þar á bls. 33. Mannréttindaráðið talar um „að grundvallarmunur sé á starfi lífsskoðunarfélags og tómstundastarfi". Það fær ekki staðist samkvæmt staðfestingu Mannréttindadómstóls Evrópu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verði slíkar heimsóknir bannaðar innan skólans hlýtur það að leiða til þess að jafnframt verði að banna innan skólans alla kynningu aðra á félagslegu starfi, svo sem hjá íþróttafélögum, Rauða krossinum, Amnesty, skátunum og jafnvel ÍTR. Annað væri brot á reglum stjórnarskrárinnar. Er það þessi dauðahreinsun á sambandi skóla og samfélags sem mannréttindaráð Reykjavíkur óskar eftir? Slík „hreinsun" getur ekki flokkast sem mannréttindi heldur fremur sem þöggun. Og þöggun er einmitt versta tegund innrætingar og í henni gætu vissulega verið fólgin mannréttindabrot. Minnt skal á að trúfrelsi er fólgið í því að fá að velja, félagslega og trúarlega. Tillaga meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sem kom fram í fundargerðum þeirra endurspeglar því miður ekki umburðarlyndi heldur einkennist af miðstýringu og boðvaldi, þar sem skólastjórnendum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um samskipti trúar- og lífsskoðunarfélaga við skólasamfélagið. Ein af forsendum meirihluta borgarstjórnar var sú að fjölmargar kvartanir hefðu borist vegna heimsókna trúfélaga í skólana og ekki fylgdu þeirri staðhæfingu neinar tölulegar upplýsingar. Nú hafa þær tölur verið lagðar fram og kemur í ljós að einungis 22 kvartanir hafa borist mannréttindaskrifstofu frá samfélagi sem telur rúmlega tuttugu þúsund nemendur. Þessar kvartanir bárust mannréttindaskrifstofu vegna þess að börn sem ekki fóru með í kirkjuferðir eða fermingarferðalög fengu ekki viðeigandi úrlausn sinna mála. Kvartanirnar beindust því ekki að viðburðunum, kirkjuferðum eða ferðalögum, heldur að því að tilteknir skólar fundu nemendum ekki viðeigandi verkefni á meðan. Þess í stað sátu börnin t.d. á bókasöfnum og lærðu þar á meðan. Engin af þessum kvörtunum beindist að Gídeonmönnum eða afhendingu Nýja testamentisins. Engin kvörtun beindist að fermingarferðalögum fermingarbarna né að kirkjuferðum fyrir jól eða aðrar hátíðir. Hins vegar hafa fulltrúum í mannréttindaráði borist nokkur hundruð kvartanir frá borgarbúum þar sem umræddum tillögum er mótmælt. Nú þurfum við öll að taka höndum saman og biðja Guð um að grípa inn í og stöðva þessar aðgerðir. Við vitum að barátta okkar er ekki við menn heldur við andaverur vonskunnar í himingeiminum, samanber Efesusbréf 6. kafla Páls postula. Þess vegna er svo mikilvægt að biðja fyrir þessu máli. Verum óþreytandi í að hrópa til Guðs um framtíð íslenskra barna í leik- og grunnskólum. Við verðum að sjá til þess að börn fái að kynnast trúarlegri arfleifð okkar Íslendinga, að það sé eðlilegt að börn sem alast upp í kristnu landi fái Nýja testamentið að gjöf og að það sé eðlilegt að fara í kirkju og leita Guðs í öllum kringumstæðum lífsins. Höfundar: Valgerður Þóra Benediktsson Í Samtökum kristinna kennslukvenna Erdna Varðardóttir leiðtogi fyrir Jesúkonur á Íslandi Benedikt Jasonarson kristniboði og kennari Margrét Hróbjartsdóttir kristniboði og hjúkrunarfræðingur
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun