Til forystu fallin(n)? Páll Harðarson skrifar 27. maí 2015 07:00 Ásýnd stjórna stærri fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Í lok árs 2014 skipuðu konur um þriðjung stjórnarsæta í fyrirtækjum með 50 starfsmenn og fleiri. Sambærilegt hlutfall var um 15 prósent árið 2008. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki sem ákvæði laga um kynjakvóta í stjórnum ná til. Ekki eru allir sammála um að lagasetningar hafi verið þörf, en stuðningur við þá leið hefur þó aukist verulega frá því fyrir nokkrum árum. Sumir töldu rétt að bíða og að samfélagsbreytingar yrðu til þess að konum fjölgaði í stjórnum án utanaðkomandi afskipta. Öðrum fannst vegið að verðleikum kvenna með lagasetningu. Konur með viðeigandi menntun og reynslu væru að skila sér í auknum mæli út í samfélagið og sóst yrði eftir hæfasta fólkinu til stjórnarsetu. Konur þyrftu enga „hækju“ sér til stuðnings fremur en karlar. Þetta væri eingöngu spurning um hugarfarsbreytingu sem ætti sér stað með aukinni vitund og umræðu. Hugarfarsbreyting mun vafalaust eiga sér stað en hún getur tekið langan tíma. Ekkert land hefur efni á því að bíða með að virkja besta fólkið sitt til starfa. Þróun undanfarinna ára, hérlendis og erlendis, bendir til að lagasetningin hafi verið heillaspor. Hér á landi skipuðu konur einungis um tíunda hvert stjórnarsæti í skráðum fyrirtækjum á markaði árið 2008. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja er nú um 45 prósent, það hæsta á heimsvísu. Í öðrum löndum Evrópu hefur þetta hlutfall aftur á móti hækkað afar hægt, eða um 1 prósentustig á ári undanfarinn áratug, og er nú um fimmtungur. Mestar breytingar hafa orðið í þeim löndum sem beitt hafa laga- eða reglusetningu, en einnig hefur orðið verulegur ávinningur af markvissu inngripi viðskiptalífsins sjálfs, s.s. í formi ákvæða í stjórnarháttaleiðbeiningum. Þar sem hvorugu er til að dreifa hafa ekki orðið neinar breytingar. Hér á landi má segja að bæði úrræðin hafi verið nýtt en á árinu 2009 gerðu FKA, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands með sér samning um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs. Þrátt fyrir að sæmilega hafi gengið að jafna kynjahlutföll í stjórnum stærri fyrirtækja erum við þó varla komin nema hálfa leið, eða tæplega í átt að stefndu marki, í að virkja bæði kynin til forystu í sama mæli. Litlar breytingar hafa orðið á hlutdeild kvenna í stjórnum smærri fyrirtækja. Hún er nú um fjórðungur eða nánast óbreytt frá árinu 2008. Nærri átta af hverjum tíu forstjórum íslenskra fyrirtækja eru karlar. Meðal fyrirtækja á hlutabréfamarkaði er einungis ein kona forstjóri. Þegar litið er á kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum sömu fyrirtækja er hlutfall kvenna um 15%, sem er í takt við það sem gerist meðal skráðra evrópskra fyrirtækja. Þessi staða er umhugsunarefni enda getur varla nokkur maður haldið því fram að lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum endurspegli hæfni þeirra til að sinna þeim störfum. Þær breytingar sem hafa átt sér stað á samsetningu stjórna stærri fyrirtækja gætu haft áhrif til að jafna hlutfallið til framtíðar litið. Eðlilegt er að búast við því að ein birtingarmynd kynjajafnvægis í stjórnum verði aukinn fjöldi kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Rannsóknir komandi ára munu varpa ljósi á árangur aukinnar þátttöku kvenna í stjórnum út frá sjónarmiðum rekstrar og stjórnarhátta. Ein mælistika á árangur verður skipan forystu fyrirtækja. Undanfarin ár hefur konum í framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði fjölgað heldur hraðar hlutfallslega en meðal sambærilegra evrópskra fyrirtækja. Vísbendingar eru þannig um að stefnt sé í rétta átt, en betur má ef duga skal. Sækja þarf fram af auknum krafti. Lög um kynjakvóta voru visst neyðarúrræði, ætluð sem tímabundin aðgerð til að stuðla að breytingum til framtíðar. Komandi kynslóðum mun sennilegast finnast skrýtið ef konur sjást ekki í stjórnum fyrirtækja. Vonandi mun það gilda um önnur stjórnunarstörf innan fyrirtækja – og að við sjáum miklar breytingar þar líka þegar fram í sækir. Hér verður vitund, umræða og þá ekki síst sameiginlegur áhugi karla og kvenna að stuðla að þeim breytingum sem þörf er á. Alþjóðleg ráðstefna Jafnréttisstofu nk. föstudag, 29. maí, um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu er innlegg í umræðuna. Þar leiða saman hesta sína innlendir og erlendir fræðimenn sem og fólk úr íslensku atvinnulífi. Ástæða er til að hvetja forystufólk íslenskra fyrirtækja til að láta sig málið varða. Það ræður framhaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ásýnd stjórna stærri fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Í lok árs 2014 skipuðu konur um þriðjung stjórnarsæta í fyrirtækjum með 50 starfsmenn og fleiri. Sambærilegt hlutfall var um 15 prósent árið 2008. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki sem ákvæði laga um kynjakvóta í stjórnum ná til. Ekki eru allir sammála um að lagasetningar hafi verið þörf, en stuðningur við þá leið hefur þó aukist verulega frá því fyrir nokkrum árum. Sumir töldu rétt að bíða og að samfélagsbreytingar yrðu til þess að konum fjölgaði í stjórnum án utanaðkomandi afskipta. Öðrum fannst vegið að verðleikum kvenna með lagasetningu. Konur með viðeigandi menntun og reynslu væru að skila sér í auknum mæli út í samfélagið og sóst yrði eftir hæfasta fólkinu til stjórnarsetu. Konur þyrftu enga „hækju“ sér til stuðnings fremur en karlar. Þetta væri eingöngu spurning um hugarfarsbreytingu sem ætti sér stað með aukinni vitund og umræðu. Hugarfarsbreyting mun vafalaust eiga sér stað en hún getur tekið langan tíma. Ekkert land hefur efni á því að bíða með að virkja besta fólkið sitt til starfa. Þróun undanfarinna ára, hérlendis og erlendis, bendir til að lagasetningin hafi verið heillaspor. Hér á landi skipuðu konur einungis um tíunda hvert stjórnarsæti í skráðum fyrirtækjum á markaði árið 2008. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja er nú um 45 prósent, það hæsta á heimsvísu. Í öðrum löndum Evrópu hefur þetta hlutfall aftur á móti hækkað afar hægt, eða um 1 prósentustig á ári undanfarinn áratug, og er nú um fimmtungur. Mestar breytingar hafa orðið í þeim löndum sem beitt hafa laga- eða reglusetningu, en einnig hefur orðið verulegur ávinningur af markvissu inngripi viðskiptalífsins sjálfs, s.s. í formi ákvæða í stjórnarháttaleiðbeiningum. Þar sem hvorugu er til að dreifa hafa ekki orðið neinar breytingar. Hér á landi má segja að bæði úrræðin hafi verið nýtt en á árinu 2009 gerðu FKA, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands með sér samning um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs. Þrátt fyrir að sæmilega hafi gengið að jafna kynjahlutföll í stjórnum stærri fyrirtækja erum við þó varla komin nema hálfa leið, eða tæplega í átt að stefndu marki, í að virkja bæði kynin til forystu í sama mæli. Litlar breytingar hafa orðið á hlutdeild kvenna í stjórnum smærri fyrirtækja. Hún er nú um fjórðungur eða nánast óbreytt frá árinu 2008. Nærri átta af hverjum tíu forstjórum íslenskra fyrirtækja eru karlar. Meðal fyrirtækja á hlutabréfamarkaði er einungis ein kona forstjóri. Þegar litið er á kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum sömu fyrirtækja er hlutfall kvenna um 15%, sem er í takt við það sem gerist meðal skráðra evrópskra fyrirtækja. Þessi staða er umhugsunarefni enda getur varla nokkur maður haldið því fram að lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum endurspegli hæfni þeirra til að sinna þeim störfum. Þær breytingar sem hafa átt sér stað á samsetningu stjórna stærri fyrirtækja gætu haft áhrif til að jafna hlutfallið til framtíðar litið. Eðlilegt er að búast við því að ein birtingarmynd kynjajafnvægis í stjórnum verði aukinn fjöldi kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Rannsóknir komandi ára munu varpa ljósi á árangur aukinnar þátttöku kvenna í stjórnum út frá sjónarmiðum rekstrar og stjórnarhátta. Ein mælistika á árangur verður skipan forystu fyrirtækja. Undanfarin ár hefur konum í framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði fjölgað heldur hraðar hlutfallslega en meðal sambærilegra evrópskra fyrirtækja. Vísbendingar eru þannig um að stefnt sé í rétta átt, en betur má ef duga skal. Sækja þarf fram af auknum krafti. Lög um kynjakvóta voru visst neyðarúrræði, ætluð sem tímabundin aðgerð til að stuðla að breytingum til framtíðar. Komandi kynslóðum mun sennilegast finnast skrýtið ef konur sjást ekki í stjórnum fyrirtækja. Vonandi mun það gilda um önnur stjórnunarstörf innan fyrirtækja – og að við sjáum miklar breytingar þar líka þegar fram í sækir. Hér verður vitund, umræða og þá ekki síst sameiginlegur áhugi karla og kvenna að stuðla að þeim breytingum sem þörf er á. Alþjóðleg ráðstefna Jafnréttisstofu nk. föstudag, 29. maí, um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu er innlegg í umræðuna. Þar leiða saman hesta sína innlendir og erlendir fræðimenn sem og fólk úr íslensku atvinnulífi. Ástæða er til að hvetja forystufólk íslenskra fyrirtækja til að láta sig málið varða. Það ræður framhaldinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun