Til hamingju með nýja óvininn Magnús Gottfreðsson skrifar 18. febrúar 2011 09:38 Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefndir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wadmark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eignast óvin sem ber ábyrgð á flestu því volæði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvandamál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einnig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinningu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl, en í versta falli eru þær afvegaleiðandi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og mataræði eins og gert er í bókinni, en ráðleggingar fagfólks sem kennir sig við læknisfræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vandamála landsmanna jafnvel senn heyra fortíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bókinni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæframenn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel hafa Íslendingar átt hauka í horni sem gjarnan hafa verið nefndir Íslandsvinir. Sérstakir Íslandsóvinir eru þó mun áhugaverðara rannsóknarefni. Nægir þar að nefna Blefken, Kurt Wadmark hinn sænska og auðvitað Gordon Brown. Þeir blikna þó í samanburði við hinn nýja óvætt, því nú hafa Íslendingar og reyndar nánast gjörvallt mannkyn eignast óvin sem ber ábyrgð á flestu því volæði sem menn geta yfirhöfuð haft orð á, bara nefna það. Þar er átt við gersveppinn Candida sem orsakar ekki aðeins talvandamál hjá fórnarlömbum sínum, heldur einnig stöðugar efasemdir, köfnunartilfinningu, dökka bauga undir augum, mikla svitamyndun og sífelldar áhyggjur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Um þetta má lesa á bók eftir Hallgrím Magnússon lækni. Bókin mun nú vera sú söluhæsta á landinu. Í sögu læknisfræðinnar má finna mýmörg dæmi um sölumenn sem boðað hafa allsherjarlausnir á vandamálum fólks. Þær lausnir eiga það sammerkt að vera einfaldar, en leysa fá vandamál nema e.t.v. fjárhagsvanda sölumannanna sjálfra. Í starfi mínu sem smitsjúkdómalæknir hef ég um 15 ára skeið fengist við að rannsaka og meðhöndla alvarlegar sveppasýkingar. Fullyrðingar um þátt sveppasýkinga í tilurð hinna fjölbreytilegustu vandamála bera í besta falli vott um fjörugt ímyndunarafl, en í versta falli eru þær afvegaleiðandi og kostnaðarsamar fyrir lesandann. Allt er best í hófi og síst af öllu vil ég letja fólk til að huga að lífsstíl sínum og mataræði eins og gert er í bókinni, en ráðleggingar fagfólks sem kennir sig við læknisfræði verða að byggja á staðreyndum. Á hinn bóginn er hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér og munu þá 80-90% vandamála landsmanna jafnvel senn heyra fortíðinni til. Ef svo er sakna ég þess að í bókinni skuli ekki vera minnst á þátt Candida í fjármálakreppunni. Voru fjárglæframenn um víða veröld ef til vill handbendi gersveppanna þegar allt kemur til alls?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar