Til hvers er stjórnarskrá? 27. október 2011 17:24 Hafsteinn Þór Hauksson. Mynd/Stefán Karlsson Tillaga stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár var meðal umfjöllunarefna á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem haldið var í dag, en Úlfljótur er tímarit laganema við Háskóla Íslands. Þar fluttu erindi þeir Garðar Gíslason, hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ. Á málþinginu velti Hafsteinn upp spurningunni ,,Til hvers er stjórnarskrá?'' og fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs af þeim sjónarhóli. Hann telur margt standa til bóta í tillögum ráðsins en gerir jafnframt athugasemdir við ýmis ákvæði þeirra. Hann segir mikilvægt að ræða tillögurnar í þaula, en ana ekki að því að samþykkja þær í flýti. Þær séu ágætur áfangi á leið okkar til stjórnarskrárbreytingar, en megi ekki vera lokaáfanginn. Hér að neðan fer nánara ágrip af erindi Hafsteins:Tilgangur stjórnarskrár Í gegnum tíðina hafa stjórnarskrár verið settar í þeim tilgangi að binda hendur valdhafa, orka sem rammi um starfsemi þeirra og verja almenning fyrir völdum þeirra. Hafsteinn tekur fram að ekki sé endilega óæskilegt að ætla stjórnarskrá annan tilgang, t.d. að auka mannréttindi og stuðla að jöfnuði. Þá þurfi fólk hins vegar að vera fyllilega meðvitað um þær grundvallarbreytingar og ræða þær í þaula.Minna aðhald í nýjum tillögum Í hinum nýju tillögum telur Hafsteinn ákveðið fráhvarf hvað varðar aðhald með stjórnvöldum og nefnir um það fáein dæmi. Í tillögunum er stjórnvöldum falið að tryggja öllum rétt til sanngjarnra launa, mannlegrar reisnar, heilsu og hreysti svo fátt eitt sé nefnt. Hafsteinn telur umhugsunarvert að fela stjórnvöldum skyldur af þessu tagi. Þá telur Hafsteinn að í tillögunum felist aukin hætta á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á stjórnarskrá. Með tillögunum er ferlið sem þarf til stjórnarskrárbreytinga stytt nokkuð og einfaldað frá því sem nú er. Í ákveðnum tilvikum er jafnvel gert ráð fyrir því að alþingismenn geti samþykkt stjórnarskrárbreytingar án þess að bera þær undir nokkurn annan, þ.e. ef 5/6 alþingismanna styðja þær. Þetta býður heim hættunni á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á grundvallarreglum lýðveldisins, sem verði að teljast varhugavert.Lögfræðilegt plagg Þar sem stjórnarskráin er í lögfræðilegt plagg og mun sem slík verða notuð í dómsölum framtíðarinnar undirstrikar Hafsteinn mikilvægi þess að hún sé vel unnin sem slík. Í þessu samhengi nefnir Hafsteinn áhugavert ákvæði úr tillögunum sem heimilar einföldum meirihluta Alþingis að binda hendur sínar til frambúðar. Ákvæðið er nánar tiltekið í 97. gr. og samkvæmt því getur Alþingi, með einföldum lögum, komið á fót stofnunum og skilgreint sem mikilvægar en þá er ómögulegt að leggja þær niður nema með atkvæðum ¾ hluta alþingismanna. Hafsteinn setti þetta ákvæði í áhugavert samhengi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komast til valda og setja á fót ,,mikilvæga stofnun'' þá verður aldrei hægt að afnema hana, ef við miðum við sögu landsins, enda hafa þessir tveir flokkar aldrei fengið minna fylgi en 1/3 í kosningum til Alþingis.Orðalagi ákvæða breytt Hafsteinn varar sérstaklega við því að í þeim tilvikum sem ráðið byggir á reglum úr núverandi stjórnarskrá í tillögum sínum er orðalagi allra greinanna breytt. Það er gert jafnvel þó fram komi í greinargerð með tillögunum að orðalagsbreytingar eigi ekki að fela í sér efnisbreytingar. Hafsteinn bendir á þá staðreynd að til eru fjölmörg dæmi um að orðalagi lagaákvæða hafi verið breytt og tekið fram að breytingin eigi ekki að fela í sér efnisbreytingu. Hins vegar hafi stundum reynt á slíka breytingu fyrir dómstólum sem hafi þá gjarna lagt nýja skilning í hið breytta orðalag. Því sé ekki sjálfgefið að orðalagsbreytingar ráðsins muni fela í sér raunverulegar efnisbreytingar.Megum ekki einblína á aðdragandann Hafsteinn segir margt áhugavert og gott í tillögunum. Og hvort sem fólk er hrifið af aðdraganda þeim sem tillögurnar höfðu eða ekki, er mikilvægt að hengja sig ekki um of í þess háttar ádeilur, en ræða frekar tillögurnar efnislega og taka afstöðu til þeirra. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár var meðal umfjöllunarefna á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem haldið var í dag, en Úlfljótur er tímarit laganema við Háskóla Íslands. Þar fluttu erindi þeir Garðar Gíslason, hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ. Á málþinginu velti Hafsteinn upp spurningunni ,,Til hvers er stjórnarskrá?'' og fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs af þeim sjónarhóli. Hann telur margt standa til bóta í tillögum ráðsins en gerir jafnframt athugasemdir við ýmis ákvæði þeirra. Hann segir mikilvægt að ræða tillögurnar í þaula, en ana ekki að því að samþykkja þær í flýti. Þær séu ágætur áfangi á leið okkar til stjórnarskrárbreytingar, en megi ekki vera lokaáfanginn. Hér að neðan fer nánara ágrip af erindi Hafsteins:Tilgangur stjórnarskrár Í gegnum tíðina hafa stjórnarskrár verið settar í þeim tilgangi að binda hendur valdhafa, orka sem rammi um starfsemi þeirra og verja almenning fyrir völdum þeirra. Hafsteinn tekur fram að ekki sé endilega óæskilegt að ætla stjórnarskrá annan tilgang, t.d. að auka mannréttindi og stuðla að jöfnuði. Þá þurfi fólk hins vegar að vera fyllilega meðvitað um þær grundvallarbreytingar og ræða þær í þaula.Minna aðhald í nýjum tillögum Í hinum nýju tillögum telur Hafsteinn ákveðið fráhvarf hvað varðar aðhald með stjórnvöldum og nefnir um það fáein dæmi. Í tillögunum er stjórnvöldum falið að tryggja öllum rétt til sanngjarnra launa, mannlegrar reisnar, heilsu og hreysti svo fátt eitt sé nefnt. Hafsteinn telur umhugsunarvert að fela stjórnvöldum skyldur af þessu tagi. Þá telur Hafsteinn að í tillögunum felist aukin hætta á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á stjórnarskrá. Með tillögunum er ferlið sem þarf til stjórnarskrárbreytinga stytt nokkuð og einfaldað frá því sem nú er. Í ákveðnum tilvikum er jafnvel gert ráð fyrir því að alþingismenn geti samþykkt stjórnarskrárbreytingar án þess að bera þær undir nokkurn annan, þ.e. ef 5/6 alþingismanna styðja þær. Þetta býður heim hættunni á því að pólitísk múgsefjun leiði til breytinga á grundvallarreglum lýðveldisins, sem verði að teljast varhugavert.Lögfræðilegt plagg Þar sem stjórnarskráin er í lögfræðilegt plagg og mun sem slík verða notuð í dómsölum framtíðarinnar undirstrikar Hafsteinn mikilvægi þess að hún sé vel unnin sem slík. Í þessu samhengi nefnir Hafsteinn áhugavert ákvæði úr tillögunum sem heimilar einföldum meirihluta Alþingis að binda hendur sínar til frambúðar. Ákvæðið er nánar tiltekið í 97. gr. og samkvæmt því getur Alþingi, með einföldum lögum, komið á fót stofnunum og skilgreint sem mikilvægar en þá er ómögulegt að leggja þær niður nema með atkvæðum ¾ hluta alþingismanna. Hafsteinn setti þetta ákvæði í áhugavert samhengi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komast til valda og setja á fót ,,mikilvæga stofnun'' þá verður aldrei hægt að afnema hana, ef við miðum við sögu landsins, enda hafa þessir tveir flokkar aldrei fengið minna fylgi en 1/3 í kosningum til Alþingis.Orðalagi ákvæða breytt Hafsteinn varar sérstaklega við því að í þeim tilvikum sem ráðið byggir á reglum úr núverandi stjórnarskrá í tillögum sínum er orðalagi allra greinanna breytt. Það er gert jafnvel þó fram komi í greinargerð með tillögunum að orðalagsbreytingar eigi ekki að fela í sér efnisbreytingar. Hafsteinn bendir á þá staðreynd að til eru fjölmörg dæmi um að orðalagi lagaákvæða hafi verið breytt og tekið fram að breytingin eigi ekki að fela í sér efnisbreytingu. Hins vegar hafi stundum reynt á slíka breytingu fyrir dómstólum sem hafi þá gjarna lagt nýja skilning í hið breytta orðalag. Því sé ekki sjálfgefið að orðalagsbreytingar ráðsins muni fela í sér raunverulegar efnisbreytingar.Megum ekki einblína á aðdragandann Hafsteinn segir margt áhugavert og gott í tillögunum. Og hvort sem fólk er hrifið af aðdraganda þeim sem tillögurnar höfðu eða ekki, er mikilvægt að hengja sig ekki um of í þess háttar ádeilur, en ræða frekar tillögurnar efnislega og taka afstöðu til þeirra.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira