Til of mikils mælst? Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun