Til of mikils mælst? Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun