Til skoðunar að skattleggja skuldaniðurfellingu hjá Landsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2011 20:15 Til skoðunar er í fjármálaráðuneytinu að krefja viðskiptavini Landsbankans um endurgreiðslu á vaxtabótum vegna endurgreiðslu sem þeir fá frá bankanum. Þá verður niðurfelling skulda hugsanlega sérstaklega skattlögð sem tekjur. Landsbankinn hyggst endurgreiða viðskiptavinum sínum 20 prósent af greiddum vöxtum frá 1. janúar 2009 og til dagsins í dag. Þá ætlar bankinn að fella niður hluta af yfirdráttarskuldum og ótryggðum skuldabréfum auk þess sem bankinn hefur rýmkað svokallaða 110 prósenta reglu vegna áhvílandi veðskulda eigin húsnæðis en bankinn hyggst miða við matsverð fasteignar, en ekki markaðsverð eins og hinir bankarnir. Það þýðir meiri skuldaniðurfellingu. Úrræði Landsbankans ganga mun lengra en úrræði hinna bankanna. Þá tilkynnti bankinn stjórnvöldum ekki sérstaklega um málið áður en úrræðin voru kynnt og samkvæmt heimildum fréttastofu fréttu bæði efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra af þessu í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú rætt af fullri alvöru í fjármálaráðuneytinu að krefja viðskiptavini Landsbankans um endurgreiðslu á greiddum vaxtabótum. Þá er jafnframt verið að skoða sérstaka skattlagningu á niðurfellingum skulda hjá viðskiptavinum Landsbankans.Litið á niðurfellingu sem gjöf Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er litið á niðurfellinguna sem gjöf. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta. „Það þarf að skoða rækilega þessar aðgerðir Landsbankans og í hverju þær eru fólgnar. Þá þarf að skoða þær í samhengi við andlag vaxtabóta, eftir því sem það á við, eða skattlagningu slíkra skuldaniðurfellinga ef þetta rúmast ekki innan þeirra sérákvæða sem í gildi eru. Almennt er það þannig að svona skuldaniðurfelling er ekki andlag skattlagningar á grundvelli sérstakra ákvæða sem við settum í lög bæði 2009 og útfærðum betur 2010. En ef þetta fer út fyrir þau mörk þá þarf að skoða slíka hluti. Almennt fá menn ekki greiddar vaxtabætur vegna þess kostnaðar sem menn hafa borið. Það hljóta allir að sjá," segir Steingrímur. Hann segir að forsendur fyrir vaxtabótum séu brostnar fái menn vextina endurgreidda. Heldurðu að það muni ekki valda mikilli reiði í samfélaginu ef þið farið að skattleggja þessa niðurfellingu sem þið lítið á sem gjöf? „Það er nú algjörlega ótímabær umræða. Því við erum ekkert farin að skoða þessa útfærslu hjá Landsbankanum, hvers eðlis hún er. Að hvaða marki þetta rúmast innan þeirra reglna sem nú eru í gildi um skuldaleiðréttingu og endurskipulagningu skulda. Við skulum taka eitt skref í einu og þetta verður skoðað og ótímabært að gefa sér neitt fyrirfram í þeim efnum." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Til skoðunar er í fjármálaráðuneytinu að krefja viðskiptavini Landsbankans um endurgreiðslu á vaxtabótum vegna endurgreiðslu sem þeir fá frá bankanum. Þá verður niðurfelling skulda hugsanlega sérstaklega skattlögð sem tekjur. Landsbankinn hyggst endurgreiða viðskiptavinum sínum 20 prósent af greiddum vöxtum frá 1. janúar 2009 og til dagsins í dag. Þá ætlar bankinn að fella niður hluta af yfirdráttarskuldum og ótryggðum skuldabréfum auk þess sem bankinn hefur rýmkað svokallaða 110 prósenta reglu vegna áhvílandi veðskulda eigin húsnæðis en bankinn hyggst miða við matsverð fasteignar, en ekki markaðsverð eins og hinir bankarnir. Það þýðir meiri skuldaniðurfellingu. Úrræði Landsbankans ganga mun lengra en úrræði hinna bankanna. Þá tilkynnti bankinn stjórnvöldum ekki sérstaklega um málið áður en úrræðin voru kynnt og samkvæmt heimildum fréttastofu fréttu bæði efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra af þessu í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú rætt af fullri alvöru í fjármálaráðuneytinu að krefja viðskiptavini Landsbankans um endurgreiðslu á greiddum vaxtabótum. Þá er jafnframt verið að skoða sérstaka skattlagningu á niðurfellingum skulda hjá viðskiptavinum Landsbankans.Litið á niðurfellingu sem gjöf Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er litið á niðurfellinguna sem gjöf. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta. „Það þarf að skoða rækilega þessar aðgerðir Landsbankans og í hverju þær eru fólgnar. Þá þarf að skoða þær í samhengi við andlag vaxtabóta, eftir því sem það á við, eða skattlagningu slíkra skuldaniðurfellinga ef þetta rúmast ekki innan þeirra sérákvæða sem í gildi eru. Almennt er það þannig að svona skuldaniðurfelling er ekki andlag skattlagningar á grundvelli sérstakra ákvæða sem við settum í lög bæði 2009 og útfærðum betur 2010. En ef þetta fer út fyrir þau mörk þá þarf að skoða slíka hluti. Almennt fá menn ekki greiddar vaxtabætur vegna þess kostnaðar sem menn hafa borið. Það hljóta allir að sjá," segir Steingrímur. Hann segir að forsendur fyrir vaxtabótum séu brostnar fái menn vextina endurgreidda. Heldurðu að það muni ekki valda mikilli reiði í samfélaginu ef þið farið að skattleggja þessa niðurfellingu sem þið lítið á sem gjöf? „Það er nú algjörlega ótímabær umræða. Því við erum ekkert farin að skoða þessa útfærslu hjá Landsbankanum, hvers eðlis hún er. Að hvaða marki þetta rúmast innan þeirra reglna sem nú eru í gildi um skuldaleiðréttingu og endurskipulagningu skulda. Við skulum taka eitt skref í einu og þetta verður skoðað og ótímabært að gefa sér neitt fyrirfram í þeim efnum." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira