Til þingmanna Samfylkingar 27. október 2011 06:00 Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífið Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun