Lífið

Tilfinningin var æðisleg

Myndir/Helena Sævarsdóttir
Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir nemandi í 6. bekk á náttúrufræðibraut á líffræðisviði í Verslunarskóla Íslands sigraði Vælið, söngvakeppni Verslunarskóla Íslands, í Hörpu á föstudaginn var.

Hálf orðlaus

"Tilfinningin var æðisleg. Eins væmið og það hljómar þá hef ég þráð í mörg ár að komast í Söngkeppni framhaldsskólanna og það er loksins orðið að veruleika. Ég varð eiginlega bara hálf orðlaus, best að orða það þannig," svarar Ólöf spurð út í sigurtilfinninguna.

Reynslubolti

Hefur þú reynslu af að syngja?
"Já ég hef sungið þó nokkuð áður opinberlega. Ég sigraði í Söngkeppni Samfés árið 2009, hef verið í söngleikjum í Þjóðleikhúsinu, sungið nokkrum sinnum á ýmsum hátíðum hér og þar á vegum Sönglistar, tekið þátt í þremur seinustu söngleikjauppfærslum Versló og ýmislegt annað inn á milli."

Keppnin var hörð

Var þetta hörð keppni í ár?
"Keppnin var verulega hörð. Það fannst mér allavega. Það voru rosalega sterkir söngvarar í ár og það var nánast eins og allir tvíefldust við það að vera að syngja í Hörpu því það hljómaði allt svo vel þarna inni. En þetta er samt það sem er svo skemmtilegt og krefjandi við þessa keppni - það eru allir svo hæfileikaríkir sem taka þátt."

Æfingar fyrir Nemó framundan

Hvað tekur núna við? "
Það sem tekur við núna eru aðallega jólaprófin. Þar á eftir koma auðvitað jólin og æfingar fyrir Nemó söngleikinn , en ég sé samt ekki glitta nægilega vel í það allt ennþá - prófin skyggja á," segir Ólöf.

Hér má sjá myndir frá Vælinu:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×