Innlent

Tilgangurinn var ekki að valda skaða

Náðist á mynd Sprengjumaðurinn náðist á mynd skömmu eftir atvikið.
Náðist á mynd Sprengjumaðurinn náðist á mynd skömmu eftir atvikið.
Karl á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið fyrir sprengjunni sem sprakk á Hverfisgötu, skammt frá Stjórnarráðinu, snemma að morgni 31. janúar síðastliðinn. Hann mun hafa verið einn að verki og hefur verið sleppt úr haldi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að tilgangur mannsins með sprengjunni hafi ekki verið að valda skaða, heldur að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri til stjórnvalda.

Ekkert hefur enn komið fram um hvaða skilaboð það voru.

Þá er sprengjan ekki talin hafa verið til þess fallin að valda eyðileggingu eða hættu, enda hafi maðurinn staðið við hlið sprengjunnar er hún sprakk.

Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Reykjanesbæ á föstudag, og við húsleit fannst ýmislegt sem tengdist málinu. Þá var bíll mannsins af sömu gerð og lýst var eftir í fjölmiðlum.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir að upp komst um sprenginguna þar sem Hverfisgötu var lokað á meðan sprengjusveitir Landhelgisgæslu og lögreglu rannsökuðu sprengjuleifarnar.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×