Innlent

Tillaga um að setja ESB í þjóðaratkvæði í haust felld á þingi

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins um hvort efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort stöðva eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið var felld á þingi rétt í þessu með 34 atkvæðum gegn 25. Fjórir þingmenn voru fjarverandi.

Stjórnarþingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason studdu tillögu Vigdísar. Þingmenn Hreyfingarinnar sögðu hinsvegar nei og það gerðu þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson líka, auk stjórnarþingmanna.

Þingmenn greiða nú atkvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrármálinu en tillagan gerir ráð fyrir því að atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20 október næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×