Tillagan geirneglir ekki breytingar í Landmannalaugum Svavar Hávarðsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur ekki tekið afstöðu til uppbyggingar í Landmannalaugum þrátt fyrir að hafa gefið vinningstillögu í hugmyndasamkeppni Rangárþings ytra um deiliskipulag og hönnun svæðisins grænt ljós. Grunnstefið í framtíðaruppbyggingu svæðisins er harðlega gagnrýnt af Ferðafélagi Íslands.80.000 gestir Landmannalaugar eru vinsælasti áningarstaður hálendisins en þangað sækja tugir þúsunda ferðamanna á hverju sumri. Landmannalaugar eru innan Friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og Umhverfisstofnun er umsjónaraðili þess. Af þeirri ástæðu óskaði Rangárþing ytra eftir því að stofnunin tæki þátt í dómnefnd um hugmyndasamkeppni um skipulag Landmannalaugasvæðisins. Hugmyndin er, samkvæmt rammaskipulagi fyrir suðurhálendið, að þjónustusvæðið sem hefur verið nýtt um árabil verði aflagt en færist norður á Sólvang við gatnamót Landmannalaugavegar og Fjallabaksleiðar nyrðri. Þar verði skálasvæði en áfram gert ráð fyrir svokölluðu fjallaseli í Landmannalaugum, sem í raun er gamli skáli Ferðafélags Íslands. Sveitarfélagið segir meginmarkmið vinningstillögunnar að endurheimta landgæði og styrkja ímynd svæðisins sem stórbrotinnar náttúruperlu „og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Við Laugar er lagt til að sem flest mannleg spor séu fjarlægð en haldið er í skála Ferðafélagsins sem er eitt af kennileitum svæðisins,“ eins og segir á heimasíðu sveitarfélagsins. Óskiljanleg rök Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, á sæti í stjórn Ferðafélags Íslands. Hann varar við hugmyndunum sem unnið er eftir og gagnrýnir að ekkert samráð var haft við Ferðafélagið þrátt fyrir augljósa tengingu félagsins við Landmannalaugar og áratuga starf þar. „Það virðist vera að þessi vinningstillaga verði keyrð áfram. Veittur hefur verið styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að vinna áfram með hana. Ég spyr mig af hverju ekkert hefur verið litið á tillögur Ferðafélagsins sem hafa legið fyrir í mörg ár,“ segir Tómas sem kemur ekki auga á haldbær rök því fylgjandi að færa aðstöðuna af manngerðu svæði á óraskað land í krafti náttúruverndarsjónarmiða.Mun raska ósnortnu landi Í tengslum við hugmyndasamkeppni Rangárþings ytra óskaði Ferðafélagið eftir því við Náttúrufræðistofnun Íslands að lagt yrði mat á náttúrufarslegt gildi þess svæðis sem samkeppnin náði til. Niðurstöður sínar birti NÍ í nóvember 2014, nokkru áður en vinningstillagan lá fyrir. Í samkeppninni var miðað við að nýtt land, Sólvangur, yrði tekið undir starfsaðstöðu ferðaþjónustu í Landmannalaugum, s.s. upplýsingamiðstöð, þjónustumiðstöð, gisti- og veitingaþjónustu, tjaldsvæði og bílastæði. Slíkri aðstöðu munu óhjákvæmilega fylgja nýir varnargarðar við Jökulgilskvísl auk nýrra aðveitu- og fráveitukerfa. Til þessara atriða tók NÍ tillit þótt vinningstillagan væri óbirt. Niðurstaðan er tekin saman af skýrsluhöfundum á eftirfarandi hátt: „Tillagan [samkvæmt rammaskipulagi] tekur ekki mið af náttúrufarsgildi eða verndargildi jarðminja. Torfajökulseldstöðin/Friðland að Fjallabaki hefur verið sett á undirbúningslista heimsminjaskrár UNESCO á þeim forsendum að þar sé að finna jarðminjar sem hafa verndargildi á heimsmælikvarða. Fyrirhugað athafnasvæði við Sólvang er nær óraskað og framkvæmdir þar munu raska fágætum jarðmyndunum sem hafa mikið verndargildi, bæði á landsvísu og heimsvísu. Áætlanir um uppbyggingu ferðaþjónustu á nýjum stað í Friðlandi að Fjallabaki samrýmast vart áformum íslenskra stjórnvalda um að tilnefna Torfajökulseldstöðina og friðlandið á heimsminjaskrá UNESCO.“ Völdu vinningstillöguna Umhverfisstofnun átti fullan þátt í mótun verkefnisins og tók þátt í að velja vinningstillöguna fyrir svæðið. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni um hver nákvæmlega afstaða stofnunarinnar er í ljósi úttektar Náttúrufræðistofnunar og harðrar gagnrýni Ferðafélagsins segir að stofnunin hafi ekki tekið formlega afstöðu til valkosta „enda lítur stofnunin ekki svo á að búið sé að njörva málið niður enda enn á samráðs- og vinnslustigi. Stofnunin tók þátt í dómnefndarstörfum og telur að þær hugmyndir sem komu út úr þeirri vinnu hafi skilað okkur langt áleiðis til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um starfsemi innan Friðlandsins,“ segir þar. Hins vegar tekur Umhverfisstofnun undir þá hugmyndafræði sem birtist í rammaskipulagi sveitarfélaganna á svæðinu að umfangsmikil starfsemi eigi ekki að vera í hjarta svæða og fremur byggja upp til framtíðar á jaðarsvæðum og nærri helstu umferðaræðum. „Nú liggur fyrir að vinna þarf deiliskipulag fyrir viðkomandi svæði þar sem gert er ráð fyrir að niðurstöður hugmyndasamkeppninnar verði nýttar. Stofnunin gerir ráð fyrir að sú vinna hefjist bráðlega og að hún muni hafa beina aðkomu að skipulaginu enda umsjónaraðili friðlandsins,“ segir jafnframt í svari Umhverfisstofnunar.Á rauðum lista Hér er rétt að hnykkja á því, sem hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum, að Landmannalaugasvæðið er í slæmu ásigkomulagi og komið að þolmörkum að mati Umhverfisstofnunar sem hefur svæðið á válista sínum yfir ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Það er og hefur verið skoðun Umhverfisstofnunar að Landmannalaugar eigi á hættu að tapa verndargildi sínu verði ekki brugðist við hið fyrsta, og skipulag og hönnun svæðisins sé forsenda þess að ná tökum á því ástandi sem skapast hefur. Skortur á samráði Hugmynd Ferðafélagsins er sú að græða upp eyrarnar þar sem núverandi tjaldstæði er en færa það jafnframt á raskað svæði við Grænagil. Því leggur Ferðafélagið til að nýta svæði sem þegar hefur verið raskað. Þegar hafa verið lagðir varnargarðar í ána til að verja þjónustusvæðið, nokkuð sem þurfi að endurtaka neðar til að verja nýtt þjónustusvæði við Sólvang. „Þetta er grundvallarhugsun okkar hjá Ferðafélaginu; að græða upp svæði sem þegar hefur verið tekið til notkunar fyrir ferðamenn. Þegar hefur verið tekið efni úr hrauninu við Grænagil og því tilvalið að velja nýrri þjónustumiðstöð stað þar,“ segir Tómas og telur dapurt ástand á svæðinu að miklu leyti því að kenna að hagsmunaaðilar hafa ekki sest niður til að taka á vandanum sem öllum er ljós. „Enginn sem ég þekki og er umhugað um náttúruvernd vill flytja starfsemina úr Laugunum,“ segir Tómas og minnir á að þrátt fyrir að félagið hafi barist fyrir því árum saman að bæta ásýnd og aðstöðu á svæðinu hafi tillögum um þá vinnu ekki verið svarað af viðeigandi sveitarfélögum. Það sæti furðu í því ljósi að það hefur hvílt á félaginu að byggja upp Landmannalaugar og Laugaveginn sem einn af viðurkenndustu viðkomustöðum náttúruunnenda hér á landi.Heimsminjaskrá flækir skipulagsvinnu Hugmyndir um breytingar á suðurhálendinu hafa vakið athygli mennta- og menningarmálaráðuneytisins, eins og það er orðað í bréfi sem ráðuneytið sendi Rangárþingi ytra og eystra auk Skaftárhrepps þann 7. janúar síðastliðinn. Þar er mælst til þess að menn stígi varlega til jarðar í Landmannalaugum. Í bréfi ráðuneytisins segir: „Sem ábyrgðaraðili heimsminjasamnings UNESCO vill mennta- og menningarmálaráðuneytið undirstrika mikilvægi þess að Torfajökulssvæðið haldist ósnortið og verði sem minnst raskað svo umsóknarferli fyrir svæðið verði ekki sett í uppnám. Þess þyrfti því að gæta með hinu nýja skipulagi að ekki sé brotið land undir mannvirki og þjónustukjarna heldur unnið áfram með þau svæði sem þegar hefur verið raskað, s.s. Landmannalaugar.“ Þessu er fylgt eftir með hvatningu til sveitarfélaganna að taka tillit til fyrirhugaðrar umsóknar um skráningu Torfajökulssvæðisins í vinnu við skipulag á svæðinu „og að ekki verði spillt möguleikum Íslands á því að fá slíka umsókn samþykkta“. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ekki tekið afstöðu til uppbyggingar í Landmannalaugum þrátt fyrir að hafa gefið vinningstillögu í hugmyndasamkeppni Rangárþings ytra um deiliskipulag og hönnun svæðisins grænt ljós. Grunnstefið í framtíðaruppbyggingu svæðisins er harðlega gagnrýnt af Ferðafélagi Íslands.80.000 gestir Landmannalaugar eru vinsælasti áningarstaður hálendisins en þangað sækja tugir þúsunda ferðamanna á hverju sumri. Landmannalaugar eru innan Friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og Umhverfisstofnun er umsjónaraðili þess. Af þeirri ástæðu óskaði Rangárþing ytra eftir því að stofnunin tæki þátt í dómnefnd um hugmyndasamkeppni um skipulag Landmannalaugasvæðisins. Hugmyndin er, samkvæmt rammaskipulagi fyrir suðurhálendið, að þjónustusvæðið sem hefur verið nýtt um árabil verði aflagt en færist norður á Sólvang við gatnamót Landmannalaugavegar og Fjallabaksleiðar nyrðri. Þar verði skálasvæði en áfram gert ráð fyrir svokölluðu fjallaseli í Landmannalaugum, sem í raun er gamli skáli Ferðafélags Íslands. Sveitarfélagið segir meginmarkmið vinningstillögunnar að endurheimta landgæði og styrkja ímynd svæðisins sem stórbrotinnar náttúruperlu „og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Við Laugar er lagt til að sem flest mannleg spor séu fjarlægð en haldið er í skála Ferðafélagsins sem er eitt af kennileitum svæðisins,“ eins og segir á heimasíðu sveitarfélagsins. Óskiljanleg rök Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, á sæti í stjórn Ferðafélags Íslands. Hann varar við hugmyndunum sem unnið er eftir og gagnrýnir að ekkert samráð var haft við Ferðafélagið þrátt fyrir augljósa tengingu félagsins við Landmannalaugar og áratuga starf þar. „Það virðist vera að þessi vinningstillaga verði keyrð áfram. Veittur hefur verið styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að vinna áfram með hana. Ég spyr mig af hverju ekkert hefur verið litið á tillögur Ferðafélagsins sem hafa legið fyrir í mörg ár,“ segir Tómas sem kemur ekki auga á haldbær rök því fylgjandi að færa aðstöðuna af manngerðu svæði á óraskað land í krafti náttúruverndarsjónarmiða.Mun raska ósnortnu landi Í tengslum við hugmyndasamkeppni Rangárþings ytra óskaði Ferðafélagið eftir því við Náttúrufræðistofnun Íslands að lagt yrði mat á náttúrufarslegt gildi þess svæðis sem samkeppnin náði til. Niðurstöður sínar birti NÍ í nóvember 2014, nokkru áður en vinningstillagan lá fyrir. Í samkeppninni var miðað við að nýtt land, Sólvangur, yrði tekið undir starfsaðstöðu ferðaþjónustu í Landmannalaugum, s.s. upplýsingamiðstöð, þjónustumiðstöð, gisti- og veitingaþjónustu, tjaldsvæði og bílastæði. Slíkri aðstöðu munu óhjákvæmilega fylgja nýir varnargarðar við Jökulgilskvísl auk nýrra aðveitu- og fráveitukerfa. Til þessara atriða tók NÍ tillit þótt vinningstillagan væri óbirt. Niðurstaðan er tekin saman af skýrsluhöfundum á eftirfarandi hátt: „Tillagan [samkvæmt rammaskipulagi] tekur ekki mið af náttúrufarsgildi eða verndargildi jarðminja. Torfajökulseldstöðin/Friðland að Fjallabaki hefur verið sett á undirbúningslista heimsminjaskrár UNESCO á þeim forsendum að þar sé að finna jarðminjar sem hafa verndargildi á heimsmælikvarða. Fyrirhugað athafnasvæði við Sólvang er nær óraskað og framkvæmdir þar munu raska fágætum jarðmyndunum sem hafa mikið verndargildi, bæði á landsvísu og heimsvísu. Áætlanir um uppbyggingu ferðaþjónustu á nýjum stað í Friðlandi að Fjallabaki samrýmast vart áformum íslenskra stjórnvalda um að tilnefna Torfajökulseldstöðina og friðlandið á heimsminjaskrá UNESCO.“ Völdu vinningstillöguna Umhverfisstofnun átti fullan þátt í mótun verkefnisins og tók þátt í að velja vinningstillöguna fyrir svæðið. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni um hver nákvæmlega afstaða stofnunarinnar er í ljósi úttektar Náttúrufræðistofnunar og harðrar gagnrýni Ferðafélagsins segir að stofnunin hafi ekki tekið formlega afstöðu til valkosta „enda lítur stofnunin ekki svo á að búið sé að njörva málið niður enda enn á samráðs- og vinnslustigi. Stofnunin tók þátt í dómnefndarstörfum og telur að þær hugmyndir sem komu út úr þeirri vinnu hafi skilað okkur langt áleiðis til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um starfsemi innan Friðlandsins,“ segir þar. Hins vegar tekur Umhverfisstofnun undir þá hugmyndafræði sem birtist í rammaskipulagi sveitarfélaganna á svæðinu að umfangsmikil starfsemi eigi ekki að vera í hjarta svæða og fremur byggja upp til framtíðar á jaðarsvæðum og nærri helstu umferðaræðum. „Nú liggur fyrir að vinna þarf deiliskipulag fyrir viðkomandi svæði þar sem gert er ráð fyrir að niðurstöður hugmyndasamkeppninnar verði nýttar. Stofnunin gerir ráð fyrir að sú vinna hefjist bráðlega og að hún muni hafa beina aðkomu að skipulaginu enda umsjónaraðili friðlandsins,“ segir jafnframt í svari Umhverfisstofnunar.Á rauðum lista Hér er rétt að hnykkja á því, sem hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum, að Landmannalaugasvæðið er í slæmu ásigkomulagi og komið að þolmörkum að mati Umhverfisstofnunar sem hefur svæðið á válista sínum yfir ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Það er og hefur verið skoðun Umhverfisstofnunar að Landmannalaugar eigi á hættu að tapa verndargildi sínu verði ekki brugðist við hið fyrsta, og skipulag og hönnun svæðisins sé forsenda þess að ná tökum á því ástandi sem skapast hefur. Skortur á samráði Hugmynd Ferðafélagsins er sú að græða upp eyrarnar þar sem núverandi tjaldstæði er en færa það jafnframt á raskað svæði við Grænagil. Því leggur Ferðafélagið til að nýta svæði sem þegar hefur verið raskað. Þegar hafa verið lagðir varnargarðar í ána til að verja þjónustusvæðið, nokkuð sem þurfi að endurtaka neðar til að verja nýtt þjónustusvæði við Sólvang. „Þetta er grundvallarhugsun okkar hjá Ferðafélaginu; að græða upp svæði sem þegar hefur verið tekið til notkunar fyrir ferðamenn. Þegar hefur verið tekið efni úr hrauninu við Grænagil og því tilvalið að velja nýrri þjónustumiðstöð stað þar,“ segir Tómas og telur dapurt ástand á svæðinu að miklu leyti því að kenna að hagsmunaaðilar hafa ekki sest niður til að taka á vandanum sem öllum er ljós. „Enginn sem ég þekki og er umhugað um náttúruvernd vill flytja starfsemina úr Laugunum,“ segir Tómas og minnir á að þrátt fyrir að félagið hafi barist fyrir því árum saman að bæta ásýnd og aðstöðu á svæðinu hafi tillögum um þá vinnu ekki verið svarað af viðeigandi sveitarfélögum. Það sæti furðu í því ljósi að það hefur hvílt á félaginu að byggja upp Landmannalaugar og Laugaveginn sem einn af viðurkenndustu viðkomustöðum náttúruunnenda hér á landi.Heimsminjaskrá flækir skipulagsvinnu Hugmyndir um breytingar á suðurhálendinu hafa vakið athygli mennta- og menningarmálaráðuneytisins, eins og það er orðað í bréfi sem ráðuneytið sendi Rangárþingi ytra og eystra auk Skaftárhrepps þann 7. janúar síðastliðinn. Þar er mælst til þess að menn stígi varlega til jarðar í Landmannalaugum. Í bréfi ráðuneytisins segir: „Sem ábyrgðaraðili heimsminjasamnings UNESCO vill mennta- og menningarmálaráðuneytið undirstrika mikilvægi þess að Torfajökulssvæðið haldist ósnortið og verði sem minnst raskað svo umsóknarferli fyrir svæðið verði ekki sett í uppnám. Þess þyrfti því að gæta með hinu nýja skipulagi að ekki sé brotið land undir mannvirki og þjónustukjarna heldur unnið áfram með þau svæði sem þegar hefur verið raskað, s.s. Landmannalaugar.“ Þessu er fylgt eftir með hvatningu til sveitarfélaganna að taka tillit til fyrirhugaðrar umsóknar um skráningu Torfajökulssvæðisins í vinnu við skipulag á svæðinu „og að ekki verði spillt möguleikum Íslands á því að fá slíka umsókn samþykkta“.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira