Tilraunir til norræns sambandsríkis hafa alltaf misheppnast Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira