Tímamót í íslensku tónlistarlífi? Jakob Frímann Magnússon og Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun