Tímamótadómur yfir Baldri Guðlaugssyni 8. apríl 2011 05:00 Baldur var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Fyrrverandi ráðherra sagði hann líklega valdamesta manninn í ríkisstjórninni. Fréttablaðið/gva Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira