Tímamótadómur yfir Baldri Guðlaugssyni 8. apríl 2011 05:00 Baldur var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Fyrrverandi ráðherra sagði hann líklega valdamesta manninn í ríkisstjórninni. Fréttablaðið/gva Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli á vegum sérstaks saksóknara og í fyrsta sinn sem sakfellt er fyrir innherjasvik á Íslandi. Baldur var einn æðsti embættismaður landsins þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum tveimur vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis: „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum.“ Ákæran byggði nær eingöngu á því að Baldur hefði átt sæti í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um fjármálastöðugleika, og hefði þar öðlast mjög viðkvæmar upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins, einkum Landsbankans. Þessu mótmælti Baldur á öllum stigum málsins. Hann hélt því fram að upplýsingarnar sem fram komu á fundunum hefðu verið þess eðlis að allir sæmilega upplýstir borgarar hefðu getað nálgast þær með léttum leik. Þær gætu því ekki talist innherjaupplýsingar. Þessar fullyrðingar fengu hins vegar takmarkaða stoð í framburði vitna, sem töldu upplýsingarnar mikið trúnaðarmál og að þær hefðu getað valdið áhlaupi á bankakerfið. Guðjón Marteinsson héraðsdómari hafnar skýringum Baldurs og segir í niðurstöðu dómsins að fimm af þeim sex atriðum sem talin eru upp í ákæru séu sannarlega innherjaupplýsingar, þvert á neitun Baldurs. Í niðurstöðunni er meðal annars vitnað til orða Bolla Þórs Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og Tryggva Pálssonar úr Seðlabankanum, sem báðir sátu í samráðshópnum og töldu sig því ekki geta selt bréf sín í bönkunum. Það hafi þó ekki ráðið úrslitum í málinu. Segir í dómnum að brot Baldurs sé stórfellt og að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Milljónirnar 192 eru gerðar upptækar. Saksóknarinn Björn Þorvaldsson segir að fallist hafi verið á allar kröfur ákæruvaldsins í málinu. „Ég átti alveg eins von á því,“ segir hann. Hann segir að það sé undir Baldri eða ríkissaksóknara komið hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Næsta víst þykir að svo verði, enda um fordæmisgefandi mál að ræða. Ekki náðist í Karl Axelsson, verjanda Baldurs, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira