Innlent

Tímasetning undirskriftar þarf alls ekki að skipta máli

Bryjar sagði að dagsetningar skipti ekki höfuðmáli við samningagerð.
Bryjar sagði að dagsetningar skipti ekki höfuðmáli við samningagerð.
„Þetta hefur ekkert með skjalafals að gera," sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Brynjar var spurður álits um mögulegt skjalafals sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að hafa staðið í með undirritun samninga þremur dögum eftir að samningarnir voru gerðir.

Brynjar sagði að dagsetningar skipti ekki höfuðmáli við samningagerð. „Þetta er í raun eins og þegar tveir menn skrifa undir samning og þeir eru ekki á staðnum á sama tíma. Þá er farið með skjalið á milli. Þetta getur gerst með ýmsum hætti."

Hann sagði að dagsetningin skipti engu máli nema þegar hún hafi áhrif á lögskiptin. „Það er að segja þegar einhver réttaráhrif eru bundin við tiltekin dag. Svo eru menn að dagsetja aftur í tímann til að blekkja með í lögskiptunum. Þá er það orðið að skjalafalsi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×