Tískumyndband þróaðist út í nýja Gusgus myndbandið 4. ágúst 2011 09:45 „Tökurnar gengu vel enda blandaðist þarna saman fallegur hópur af fólki, góð tónlist og frábært veður," segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem leikstýrir nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar GusGus ásamt sambýlismanni sínum Þorbirni Ingasyni. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag og má sjá afraksturinn hér fyrir ofan. Bæði Ellen og Þorbjörn voru þau að þreyta frumraun sína sem leikstjórar en hann er grafískur hönnuður. Hugmyndin byrjaði sem tískumyndband en þróast svo út í tónlistarmyndaband fyrir eina vinsælustu sveit landsins. „Við fengum þrjú lög frá Bigga Veiru (innsk.bl. meðlimur í GusGus) þegar við gerðum lítið tískumyndband sem sýnd var á Reykjavík Fashion Festival í vor," segir Ellen en í kjölfarið kom upp sú hugmynd að gera tískustuttmynd fyrir Guðmund Jörundsson fatahönnuð og tvinna það saman við tónlist frá GusGus. „Þetta endaði svo í að gera heljarinnar tónlistarmyndband við lagið Over. Við vorum svo heppin að fá kvikmyndatökumanninn Karl Óskarsson með okkur í lið, sem er hokinn af reynslu á þessu sviði." Tökur á myndbandinu fóru fram á strandlengjunni milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. „Við vorum búin að undirbúa okkur vel og vissum nákvæmlega hvað við vildum fá," segir Ellen og ber samstarfinu við kærastann vel söguna. „Við vegum hvort annað upp, enda fær á sitthvoru sviðinu og erum ekki mikið að skipta okkur af sömu hlutunum. Það skiptir líka máli að kunna að skilja vinnuna eftir og taka hana ekki með inn á heimilið." Þorbjörn og Ellen eru bæði hluti af vinnustofunni Narvi, sem þau stofnuðu ásamt Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði og Hjalta Axel Yngvasyni, grafískum hönnuði. Hægt er að kynna sér verkefni þeirra frekar á heimasíðunni Narvicreative.com. „Við tökum að okkur verkefni bæði í sameiningu, eins þetta tónlistarmyndband fyrir Gus Gus, og sitt í hvoru lagi. Það er bara frábært að geta unnið með fólki sem kann eitthvað annað en maður sjálfur," segir Ellen og bætir við að þau Þorbjörn séu spennt fyrir að taka að sér fleiri verkefni í svipuðum dúr. „Við höfum áhuga fyrir að færa okkur inn á þennan starfsvettfang og inn í myndbandagerð." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Tökurnar gengu vel enda blandaðist þarna saman fallegur hópur af fólki, góð tónlist og frábært veður," segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem leikstýrir nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar GusGus ásamt sambýlismanni sínum Þorbirni Ingasyni. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag og má sjá afraksturinn hér fyrir ofan. Bæði Ellen og Þorbjörn voru þau að þreyta frumraun sína sem leikstjórar en hann er grafískur hönnuður. Hugmyndin byrjaði sem tískumyndband en þróast svo út í tónlistarmyndaband fyrir eina vinsælustu sveit landsins. „Við fengum þrjú lög frá Bigga Veiru (innsk.bl. meðlimur í GusGus) þegar við gerðum lítið tískumyndband sem sýnd var á Reykjavík Fashion Festival í vor," segir Ellen en í kjölfarið kom upp sú hugmynd að gera tískustuttmynd fyrir Guðmund Jörundsson fatahönnuð og tvinna það saman við tónlist frá GusGus. „Þetta endaði svo í að gera heljarinnar tónlistarmyndband við lagið Over. Við vorum svo heppin að fá kvikmyndatökumanninn Karl Óskarsson með okkur í lið, sem er hokinn af reynslu á þessu sviði." Tökur á myndbandinu fóru fram á strandlengjunni milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. „Við vorum búin að undirbúa okkur vel og vissum nákvæmlega hvað við vildum fá," segir Ellen og ber samstarfinu við kærastann vel söguna. „Við vegum hvort annað upp, enda fær á sitthvoru sviðinu og erum ekki mikið að skipta okkur af sömu hlutunum. Það skiptir líka máli að kunna að skilja vinnuna eftir og taka hana ekki með inn á heimilið." Þorbjörn og Ellen eru bæði hluti af vinnustofunni Narvi, sem þau stofnuðu ásamt Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði og Hjalta Axel Yngvasyni, grafískum hönnuði. Hægt er að kynna sér verkefni þeirra frekar á heimasíðunni Narvicreative.com. „Við tökum að okkur verkefni bæði í sameiningu, eins þetta tónlistarmyndband fyrir Gus Gus, og sitt í hvoru lagi. Það er bara frábært að geta unnið með fólki sem kann eitthvað annað en maður sjálfur," segir Ellen og bætir við að þau Þorbjörn séu spennt fyrir að taka að sér fleiri verkefni í svipuðum dúr. „Við höfum áhuga fyrir að færa okkur inn á þennan starfsvettfang og inn í myndbandagerð." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“