Tíu prósent leikskólabarna með erlent móðurmál 29. apríl 2011 09:19 Aldrei hafa fleiri börn verið á leikskólum á Íslandi Mynd: Vilhelm Tæp tíu prósent leikskólabarna hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, og hafa aldrei verið fleiri. Í desember 2010 voru 1.815 börn með erlent tungumál að móðurmáli, eða 9,6% leikskólabarna.. Þessum börnum fjölgaði um 201, eða12,5%, frá desember 2009. Af þeim hafa 520 börn pólsku sem móðurmál og er það algengasta erlenda tungumálið eins og undanfarin ár. Pólskumælandi leikskólabörnum fjölgar um 97 frá fyrra ári. Þá fjölgar leikskólabörnum sem hafa lithásku að móðurmáli um 25 og börnum sem hafa tælensku að móðurmáli fjölgar um 19. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.Börnum með erlent ríkisfang fjölgar Í desember 2010 voru 711 börn í leikskólum landsins með erlent ríkisfang og hafði fjölgað um 82 börn frá fyrra ári, eða 13,0%. Þetta rímar við fjölgun barna í leikskólum sem hafa erlent móðurmál. Fjölgunin er tilkomin vegna fjölgunar barna frá Austur-Evrópu, 57, og frá Eystrasaltslöndunum, 26.Aldrei fleiri börn á leikskóla á Íslandi Á vef Hagstofunnar er einnig greint frá því að ídesember 2010 sótti 18.961 barn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 245 frá desember 2009, eða um 1,3%. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur hlutfall barna á aldrinum 1-5 ára sem sækja leikskóla lækkað lítillega, úr 83% fyrir ári síðan í 82% í desember 2010. Þá má greina breytingar á viðverutíma barnanna. Milli áranna 2009 og 2010 fækkar um tæplega 1.100 börn sem dvelja í leikskólanum í 9 klukkustundir eða lengur á dag en á sama tíma fjölgar börnum sem dvelja í leikskóla í 8 klukkustundir á dag um tæplega 1.400.Börnum sem njóta sérstaks stuðnings fækkar milli ára Í desember 2010 nutu 1.232 börn sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, 6,5% leikskólabarna. Þetta er fækkun um 130 börn frá fyrra ári, 9,5%. Eins og undanfarin ár eru fleiri drengir í þessum hópi. Árið 2010 nutu 834 drengir stuðnings, 68%, og 398 stúlkur, 32%. Hlutfall barna sem njóta stuðnings er mishátt eftir landssvæðum. Þannig njóta 3,9% leikskólabarna á Norðurlandi eystra stuðnings, meðan 11,2% austfirskra barna fá stuðning. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Tæp tíu prósent leikskólabarna hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, og hafa aldrei verið fleiri. Í desember 2010 voru 1.815 börn með erlent tungumál að móðurmáli, eða 9,6% leikskólabarna.. Þessum börnum fjölgaði um 201, eða12,5%, frá desember 2009. Af þeim hafa 520 börn pólsku sem móðurmál og er það algengasta erlenda tungumálið eins og undanfarin ár. Pólskumælandi leikskólabörnum fjölgar um 97 frá fyrra ári. Þá fjölgar leikskólabörnum sem hafa lithásku að móðurmáli um 25 og börnum sem hafa tælensku að móðurmáli fjölgar um 19. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.Börnum með erlent ríkisfang fjölgar Í desember 2010 voru 711 börn í leikskólum landsins með erlent ríkisfang og hafði fjölgað um 82 börn frá fyrra ári, eða 13,0%. Þetta rímar við fjölgun barna í leikskólum sem hafa erlent móðurmál. Fjölgunin er tilkomin vegna fjölgunar barna frá Austur-Evrópu, 57, og frá Eystrasaltslöndunum, 26.Aldrei fleiri börn á leikskóla á Íslandi Á vef Hagstofunnar er einnig greint frá því að ídesember 2010 sótti 18.961 barn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 245 frá desember 2009, eða um 1,3%. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur hlutfall barna á aldrinum 1-5 ára sem sækja leikskóla lækkað lítillega, úr 83% fyrir ári síðan í 82% í desember 2010. Þá má greina breytingar á viðverutíma barnanna. Milli áranna 2009 og 2010 fækkar um tæplega 1.100 börn sem dvelja í leikskólanum í 9 klukkustundir eða lengur á dag en á sama tíma fjölgar börnum sem dvelja í leikskóla í 8 klukkustundir á dag um tæplega 1.400.Börnum sem njóta sérstaks stuðnings fækkar milli ára Í desember 2010 nutu 1.232 börn sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, 6,5% leikskólabarna. Þetta er fækkun um 130 börn frá fyrra ári, 9,5%. Eins og undanfarin ár eru fleiri drengir í þessum hópi. Árið 2010 nutu 834 drengir stuðnings, 68%, og 398 stúlkur, 32%. Hlutfall barna sem njóta stuðnings er mishátt eftir landssvæðum. Þannig njóta 3,9% leikskólabarna á Norðurlandi eystra stuðnings, meðan 11,2% austfirskra barna fá stuðning.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira