Innlent

Tíu þúsund íslensk börn búa við fátækt

Sextán prósent íslenskra barna búa við fátækt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save The Children, í Evrópu þar sem fátækt barna í álfunni er kortlögð. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir vandamálið falið hér á landi. 

Fátækum börnum hefur fjölgað hratt í Evrópu síðustu ár. Skýrslan sem kynnt var í dag er samstarfsverkefni 12 Evrópuþjóða en tekur til landanna 28 í Evrópusambandinu auk Íslands, Noregs og Sviss. Í skýrslunni kemur fram að fátækt íslenskra barna hafi aukist jafnt og þétt frá hruni en á bilinu níu og tíu þúsund börn búa á heimilum sem eru undir lágtekjumörum hér á landil og fjölgaði þeim um 2,8 prósent á árunum 2008-2012. Á sama tíma dró úr fátækt í öðrum Evrópulöndum, til að mynda í Noregi og Finnlandi.

Barnaheill tóku nýverið viðtöl við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum. Þar kom í ljós að börn sem alast upp við fátækt eiga frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi og vanrækslu vegna félagslegs vanda en önnur börn. Þá upplifa börn, sem búa við óöryggi og ótta sem fylgir fjárhagsáhyggjum foreldra sig minnimáttar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×