Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna Valur Grettisson skrifar 17. september 2013 11:00 Margir bílar voru afar illa farnir eftir sandfokið. Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
„Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira