Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna Valur Grettisson skrifar 17. september 2013 11:00 Margir bílar voru afar illa farnir eftir sandfokið. Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
„Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira