Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna Valur Grettisson skrifar 17. september 2013 11:00 Margir bílar voru afar illa farnir eftir sandfokið. Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálpar seint í gærkvöldi. Rúður í bílaleigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkantinum og ríghéldu sér í girðingu.Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra.Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir„Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi óttast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerkingar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferðamönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félagsheimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyðilagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira