Innlent

Tjónið nemur hundruðum þúsunda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvö dekk voru skorin á þessari Toyota bifreið. Mynd/ Valli.
Tvö dekk voru skorin á þessari Toyota bifreið. Mynd/ Valli.
Tjónið af völdum dekkjaárásanna sem gerðar voru í nótt hleypur á hundruðum þúsunda. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var stungið á hátt í þrjátíu dekk í Vesturbænum síðustu nótt. Lögreglan hafði fengið um 26 tilkynningar rétt fyrir klukkan tvö í dag og var búist við því að þeim myndi fjölga.

Bifreiðarnar voru á Melunum, við Sundlaug Vesturbæjar og við Hofsvallagötu, Sóleyjargötu og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst kostar dekk á fólksbifreið um 10-15 þúsund krónur. Á sumum bílum var skorið á fleiri en eitt dekk. Því er ljóst að tjónið sem skemmdarvargurinn, eða skemmdarvargarnir, hafa valdið er verulegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×