Innlent

Tók eldsneyti í lofti yfir Íslandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Norska þotan er hluti af heræfingunni Iceland Air Meet 2014.
Norska þotan er hluti af heræfingunni Iceland Air Meet 2014.
Myndband af norskri F-16 þotu að taka eldsneyti yfir Íslandi hefur verið birt á vefsíðunni LiveLeak.com.

Þotan sinnir loftrýmisgæslu umhverfis Ísland og fær hún eldsneytið frá bandarískri tankflugvél.

Norska þotan er hluti af heræfingunni Iceland Air Meet 2014 sem hófst 31. janúar en auk flughers Norðmanna taka þotur frá Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Bandaríkjunum.

Æfingarnar standa yfir til 21. febrúar og taka um 300 manns þátt.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×