Lífið

Tökum á Thor 2 lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Chris Hemsworth, sem leikur Þór, var í Leifsstöð í gær og hitti þar aðdáanda.
Chris Hemsworth, sem leikur Þór, var í Leifsstöð í gær og hitti þar aðdáanda. Mynd/imgur.com
Tökum á stórmyndinni Thor 2 er lokið. Þetta staðfesti Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North, í samtali við Vísi. Thor 2 var fjórða stórmyndin sem var tekin upp á Íslandi þetta árið. Áður höfðu stórmyndin Oblivion, sem Tom Cruise leikur í, Noah með Russell Crowe og Jennifer Connelly og The Secret Life of Walter Mitty, mynd Bens Stiller, verið teknar upp hér.

Samkvæmt heimildum Vísis var tekin hér upp stór slagsmálasena milli Þórs og Loka. Um 500 manns voru á tökustað, sem gerir þetta að einni stærstu erlendu framleiðslu Íslandssögunnar.

Chris Hemingsworth, aðalleikari myndarinnar, fór svo af landi brott. Hér er hægt að sjá mynd af honum í Leifsstöð sem birtist í gær á vefnum imgur.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.