Tökum höndum saman - útrýmum ofbeldi gegn konum 30. júní 2011 06:30 Hinn 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi áætlun í jafnréttismálum sem tekur til áranna 2011 til 2014. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á áframhaldandi aðgerðir til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Áætlun stjórnvalda ber þess merki að Ísland hyggst vera leiðandi afl þegar kemur að því að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og þess má geta að Ísland varð nýlega meðal fyrstu þrettán aðildarríkja Evrópuráðsins til þess að undirrita alþjóðasamning sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningur Evrópuráðsins var til umræðu á ráðstefnunni Zero tolerance against domestic violence: Towards a comprehensive EU-wide policy sem undirritaðar sóttu í Brussel hinn 14. júní síðastliðinn. Ríki sem hafa undirritað samninginn eru skuldbundin til að hrinda af stað áætlun til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, sjá til þess að fórnarlömb kynbundins ofbeldis hljóti nauðsynlega umönnun og vernd og sjá til þess að ofbeldismaðurinn hljóti tilhlýðilega refsingu. Á ráðstefnunni var einnig rætt mikilvægi þess að grípa til samræmdra aðgerða til að sporna gegn heimilisofbeldi í samfélaginu og að ólíkar stofnanir grípi til aukinnar samvinnu.Ásdís A. Arnalds félagsfræðingurMeðal aðgerða sem þarf að samræma er hvernig ofbeldismál eru skráð og hvernig skima eigi fyrir ofbeldi meðal fagstétta sem veita þjónustu til kvenna, svo sem í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá þarf einnig að auka þekkingu fagfólks á birtingarmyndum ofbeldis og viðbrögðum við ofbeldi. Einn af frummælendum á ráðstefnunni, Anthony Wills, sem veitir samtökunum Standing together against domestic violence forystu, greindi frá því hversu erfitt er að samræma skráningu innan bresku lögreglunnar, þar sem ólíkar verklagsreglur eru hafðar uppi í hinum fjölmörgu lögregluumdæmum í Bretlandi. Þá er menntun og þjálfun lögreglumanna þar í landi mjög misjöfn og mismunandi hugmyndir eru uppi um hvernig eigi að taka á heimilisofbeldi. Hér teljum við að vegna smæðar sinnar hafi Ísland mikla sérstöðu, ekki síst þar sem allir lögreglumenn ganga í sama lögregluskólann og fá þar viðeigandi fræðslu og þjálfun í því hvernig skuli takast á við heimilisofbeldi. Það kom einnig fram í rannsókn á vinnulagi og viðhorfi lögreglumanna sem Ingólfur V. Gíslason vann fyrir Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að lögreglumenn landsins eru allir menntaðir á sama stað og telja sig ekki skorta frekari menntun í því hvernig eigi að takast á við ofbeldi gegn konum. Þegar kemur að félags- og heilbrigðisþjónustu er ljóst að menntun fagstétta er sömuleiðis að miklu leyti á sömu hendi. Aðeins ein stofnun á Íslandi sér um menntun félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna og tvær háskólastofnanir sjá um menntun hjúkrunarfræðinga. Með aukinni samvinnu geta þessar fagstéttir gegnt lykilhlutverki þegar kemur að skimun á ofbeldi. Auk þess að auka samvinnu ólíkra fagstétta er nauðsynlegt að fagfólk öðlist þekkingu á því hvernig eigi að opna á umræðu um ofbeldi. Í nýlegum rannsóknum sem Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd framkvæmdi fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið kom í ljós að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og skólasamfélaginu telur sig ekki hafa nægilega þekkingu á því hvernig skuli ræða um ofbeldi. Með aukinni fræðslu um ofbeldi og endurmenntun fagstétta ætti Ísland að geta verið í fararbroddi fyrir það hvernig eigi að byggja upp þjónustu svo árangur náist. Við getum lært margt af reynslu Svía, en stjórnvöld þar í landi hafa komið á fót stofnun sem hefur það að markmiði að auka vitund fólks um kynbundið ofbeldi. Meðal aðgerða sem stofnunin hefur gripið til er að auka rannsóknir á kynbundu ofbeldi, sjá til þess að fræðsla um ofbeldi sé samtvinnuð námi í lögregluskóla og námi í hjúkrun, lögfræði og læknisfræði og þjálfa fagstéttir í því hvernig eigi að spyrja konur að því hvort þær hafi verið beittar ofbeldi. Loks þarf að skoða betur hvernig er hægt að auka líkur á því að ofbeldismönnum sé refsað fyrir brot sitt. Rannsóknir hafa sýnt að konur veigra sér við að kæra heimilisofbeldi af ótta við ofbeldismanninn og vegna þess að þær kenna sjálfri sér um ofbeldið. Ein leið, sem hefur verið til umræðu, er að taka ábyrgðina á því að kæra frá konunni. Skoða ætti af fullri alvöru hvort lögregla ætti alltaf að kæra heimilisofbeldi sem hún fær tilkynningu um, án tillits til afstöðu konunnar. Slík málsmeðferð gæti aukið líkurnar á því að konan segði frá því ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilisins. Þá má ekki gleyma mikilvægi þess að endurhæfa þessa menn til að draga úr líkunum á frekara ofbeldi í nýju sambandi. Drögum tjöldin frá var heiti á nýlegri ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins, Jafnréttisstofu, Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA. Heiti ráðstefnunnar vísar til þess hve mikilvægt er að tala um ofbeldi til þess að unnt sé að sporna gegn því. Drögum tjöldin frá og fáum allt upp á borðið. Líðum ekki ofbeldi í íslensku samfélagi, nýtum okkur smæð samfélagsins og verðum leiðandi í því hvernig skuli útrýma ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hinn 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi áætlun í jafnréttismálum sem tekur til áranna 2011 til 2014. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á áframhaldandi aðgerðir til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Áætlun stjórnvalda ber þess merki að Ísland hyggst vera leiðandi afl þegar kemur að því að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og þess má geta að Ísland varð nýlega meðal fyrstu þrettán aðildarríkja Evrópuráðsins til þess að undirrita alþjóðasamning sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningur Evrópuráðsins var til umræðu á ráðstefnunni Zero tolerance against domestic violence: Towards a comprehensive EU-wide policy sem undirritaðar sóttu í Brussel hinn 14. júní síðastliðinn. Ríki sem hafa undirritað samninginn eru skuldbundin til að hrinda af stað áætlun til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, sjá til þess að fórnarlömb kynbundins ofbeldis hljóti nauðsynlega umönnun og vernd og sjá til þess að ofbeldismaðurinn hljóti tilhlýðilega refsingu. Á ráðstefnunni var einnig rætt mikilvægi þess að grípa til samræmdra aðgerða til að sporna gegn heimilisofbeldi í samfélaginu og að ólíkar stofnanir grípi til aukinnar samvinnu.Ásdís A. Arnalds félagsfræðingurMeðal aðgerða sem þarf að samræma er hvernig ofbeldismál eru skráð og hvernig skima eigi fyrir ofbeldi meðal fagstétta sem veita þjónustu til kvenna, svo sem í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá þarf einnig að auka þekkingu fagfólks á birtingarmyndum ofbeldis og viðbrögðum við ofbeldi. Einn af frummælendum á ráðstefnunni, Anthony Wills, sem veitir samtökunum Standing together against domestic violence forystu, greindi frá því hversu erfitt er að samræma skráningu innan bresku lögreglunnar, þar sem ólíkar verklagsreglur eru hafðar uppi í hinum fjölmörgu lögregluumdæmum í Bretlandi. Þá er menntun og þjálfun lögreglumanna þar í landi mjög misjöfn og mismunandi hugmyndir eru uppi um hvernig eigi að taka á heimilisofbeldi. Hér teljum við að vegna smæðar sinnar hafi Ísland mikla sérstöðu, ekki síst þar sem allir lögreglumenn ganga í sama lögregluskólann og fá þar viðeigandi fræðslu og þjálfun í því hvernig skuli takast á við heimilisofbeldi. Það kom einnig fram í rannsókn á vinnulagi og viðhorfi lögreglumanna sem Ingólfur V. Gíslason vann fyrir Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að lögreglumenn landsins eru allir menntaðir á sama stað og telja sig ekki skorta frekari menntun í því hvernig eigi að takast á við ofbeldi gegn konum. Þegar kemur að félags- og heilbrigðisþjónustu er ljóst að menntun fagstétta er sömuleiðis að miklu leyti á sömu hendi. Aðeins ein stofnun á Íslandi sér um menntun félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna og tvær háskólastofnanir sjá um menntun hjúkrunarfræðinga. Með aukinni samvinnu geta þessar fagstéttir gegnt lykilhlutverki þegar kemur að skimun á ofbeldi. Auk þess að auka samvinnu ólíkra fagstétta er nauðsynlegt að fagfólk öðlist þekkingu á því hvernig eigi að opna á umræðu um ofbeldi. Í nýlegum rannsóknum sem Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd framkvæmdi fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið kom í ljós að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og skólasamfélaginu telur sig ekki hafa nægilega þekkingu á því hvernig skuli ræða um ofbeldi. Með aukinni fræðslu um ofbeldi og endurmenntun fagstétta ætti Ísland að geta verið í fararbroddi fyrir það hvernig eigi að byggja upp þjónustu svo árangur náist. Við getum lært margt af reynslu Svía, en stjórnvöld þar í landi hafa komið á fót stofnun sem hefur það að markmiði að auka vitund fólks um kynbundið ofbeldi. Meðal aðgerða sem stofnunin hefur gripið til er að auka rannsóknir á kynbundu ofbeldi, sjá til þess að fræðsla um ofbeldi sé samtvinnuð námi í lögregluskóla og námi í hjúkrun, lögfræði og læknisfræði og þjálfa fagstéttir í því hvernig eigi að spyrja konur að því hvort þær hafi verið beittar ofbeldi. Loks þarf að skoða betur hvernig er hægt að auka líkur á því að ofbeldismönnum sé refsað fyrir brot sitt. Rannsóknir hafa sýnt að konur veigra sér við að kæra heimilisofbeldi af ótta við ofbeldismanninn og vegna þess að þær kenna sjálfri sér um ofbeldið. Ein leið, sem hefur verið til umræðu, er að taka ábyrgðina á því að kæra frá konunni. Skoða ætti af fullri alvöru hvort lögregla ætti alltaf að kæra heimilisofbeldi sem hún fær tilkynningu um, án tillits til afstöðu konunnar. Slík málsmeðferð gæti aukið líkurnar á því að konan segði frá því ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilisins. Þá má ekki gleyma mikilvægi þess að endurhæfa þessa menn til að draga úr líkunum á frekara ofbeldi í nýju sambandi. Drögum tjöldin frá var heiti á nýlegri ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins, Jafnréttisstofu, Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA. Heiti ráðstefnunnar vísar til þess hve mikilvægt er að tala um ofbeldi til þess að unnt sé að sporna gegn því. Drögum tjöldin frá og fáum allt upp á borðið. Líðum ekki ofbeldi í íslensku samfélagi, nýtum okkur smæð samfélagsins og verðum leiðandi í því hvernig skuli útrýma ofbeldi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun