Tökur á stórmynd Baltasars hefjast í sumar - „Nenni ekki að hafa vælandi Breta uppi á jökli“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. febrúar 2013 21:04 Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Gríðarleg umsvif munu fylgja kvikmyndinni Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem til stendur að taka hér á landi að stærstum hluta í sumar. Velta verkefnisins slagar í heildarveltu allrar kvikmyndagerðar hér á landi í fyrra, sem þó var algjört metár. Myndin Everest verður líklegast tekin upp í þrívídd og fjallar um afdrífaríkan dag á hæsta fjalli heims árið 1996 þar sem átta fjallamenn biðu bana. Viðræður eru nú í gangi við stórleikarann Christian Bale að hann taki að sér eitt aðalhlutverkanna. Myndin kostar allt að tíu milljarða króna í framleiðslu og hún verður að mestu leiti tekin hér á landi. „Ég reyndar setti það sem skilyrði. Það hefði verið auðvelt að taka myndina í Nýja-sjálandi eða Alaska en ég setti það sem skilyrði að ef ég ætti að koma að gerð kvikmyndarinnar þá yrði hún gerð hérna," segir Baltasar „Og það er búið að samþykkja það." „Hugsanlega verða 80 til 90 prósent myndarinnar tekið hér á landi, bæði á jöklinum og í stúdíói hérna í Reykjavík sem er nú yfirleitt ekki gert með þessar stóru myndir." Baltasar segir að gert sé ráð fyrir þremur mánuðum í tökur hér á landi og öðru eins í undirbúning. „Myndin kostar 60 til 80 milljónir dollara. Meirihlutinn af því mun koma hingað inn í hagkerfið." Það er því ljóst að verkefnið mun skapa íslensku kvikmyndagerðarfólki mikla atvinnu. „Já, mjög mikil atvinna. Ég hef lagt mikla áherslu á að vera með íslendinga að mestu en auðvitað fæ ég sérfræðinga í hinu og þessu til að vera með okkur. Annars ætla ég að vera með íslendinga í vinnu, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að vera með einhverja vælandi Breta upp á jökli," segir Baltasar. Að sögn Hilmars Sigurðssonar formanns sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var heildarveltan í kvikmyndagerð hér á landi í fyrra um ellefu milljarðar króna, og þá var um algjört metár að ræða enda mörg erlend kvikmyndaverkefni tekin upp hér á landi síðasta sumar. Gangi allt eftir er því ljóst að verkefni Baltasars slagar hátt í heildarveltuna í fyrra. Baltasar segir að ekki sé búið að ákveða frumsýningardag en að á síðasta fundi sem hann átti með dreifingaraðilanum Universal Studiós hafi verið miðað við október 2014. „Hún verður hugsanlega sýnd í október 2014, sem er frábær tími, svona þegar óskarsmyndirnar eru að koma út," segir Baltasar að lokum.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira