Tökur á Vonarstræti í febrúar 15. janúar 2013 08:30 Tökur eru að hefjast á nýjustu mynd Baldvins Z, Vonarstræti. Theódór Júlíusson fer með hlutverk í henni. Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis. Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu. "Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk. "Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis. Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis. Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu. "Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk. "Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis. Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira