Innlent

Tólf ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Danmörku

KH skrifar
Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur margoft komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnasmygls.
Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur margoft komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnasmygls.

Guðmundur Ingi Þóroddsson var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Guðmundur Ingi var höfuðpaurinn í nokkrum tilraunum til að smygla allt að 66 kílóum af amfetamíni til Danmerkur. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu á vef sínum.

Steffen Thaaning Steffensen, yfirmaður deildar skipulagðra glæpa hjá dönsku lögreglunni, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu 365.

Átján menn komu við sögu í rannsókn lögreglu á málinu. Guðmundur Ingi játaði sinn þátt í smyglinu og því var málið gegn honum skilið frá málarekstri gegn tíu öðrum sem ákærðir hafa verið. Í þeim hópi eru sjö Íslendingar. Réttað verður yfir þeim í ágúst.



Guðmundur Ingi hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnasmygls. Hann fékk sjö ára fangelsisdóm á Íslandi árið 2000 og árið 2002 fékk hann fimm ára dóm fyrir fíkniefnasmygl sem hann skipulagði úr fangaklefa sínum.

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði þegar málið kom upp að það væri eitt það stærsta sem komið hefði upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×