Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2014 18:20 Vilhjálmur Árnason óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Vísir/Anton Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira