Tölvufíkill loks laus við tölvuna Lilllý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2012 18:45 Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað." Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað."
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira