Tölvufíkill loks laus við tölvuna Lilllý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2012 18:45 Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað." Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað."
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira