Tölvufíkill loks laus við tölvuna Lilllý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2012 18:45 Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað." Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ungur maður sem hætti að mæta í skóla og einangraðist þar sem tölvufíkn tók yfir líf hans í sex ár segir það í rauninni alveg dásamlegt að vera laus við tölvuna. Hann spilaði tölvuleiki í allt að fjórtán tíma samfellt og féll í yfirlið þar sem hann hafði ekki tíma til að borða. Tómas Eldjárn er rúmlega tvítugur piltur sem hélt erindi á opnum fundi um tölvunotkun unglinga í dag. Tómas fékk tölvu þegar hann var tólf ára. Hann segir tölvuna fljótlega hafa tekið yfir lífi sitt og hann orðið háður því að spila leik sem heitir Counter strike á netinu. „Þetta hafði náttúrulega mjög mikil áhrif, til dæmis á skólann," segir Tómas. „Maður missti algjörlega áhugann á náminu og hætti algjörlega að mæta. Sérstaklega fjölskylduna, maður hætti alveg að borða með fjölskyldunni á réttum tímum. Maður vaknaði bara einhvern tímann, maður var alveg upp í fjórtán tíma á dag í tölvunni." Þá leið yfir hann einu sinni þar sem hann hafði engan tíma til að borða því hann var svo upptekinn í tölvunni. Eftir að Tómas var háður tölvunni fóru vinir hans að hverfa. „Þeir gáfust mjög fljótt upp á manni. Þeir reyndu náttúrulega í marga marga mánuði alltaf að ná manni út. Maður náttúrulega blokkaði bara og á endanum þá gáfust þeir upp og maður hætti bara að spá í þeim." Þá segir hann fíknina hafa verið mjög sterka. „Þegar maður var ekki tölvunni þá leið manni bara mjög illa. Þá var eitthvað svona tóm. Maður fékk alltaf þörfina. Leið og maður fór í tölvuna og komst í hana þá leið manni ótrúlega vel. Nú gat maður verið maður sjálfur. Maður gegndi ákveðnu hlutverki. Maður var mikilvæg persóna í tölvunni." Fjölskyldan og námskráðgjafar reyndu að fá Tómas til að leita sér hjálpar. Þá hitti hann einnig sálfræðing. Það gekk þó ekki fyrr en ástandið hafði varað í sex ár. Þá ákvað hann að hætta og gaf bróður sínum tölvurnar sínar. Í dag er hann að vinna í því að klára stúdentspróf sitt. „Það er í rauninni alveg dásamlegt. Ég er eiginlega ótrúlega ánægður með allan þann stuðning sem maður hefur fengið í gengum þessi sex ár það klárlega hefur átt sinni þátt í að maður sem sagt losnaði frá þessu og byrjaði að gera eitthvað annað."
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira