Tom Cruise fær sumarvinnu á Íslandi 9. nóvember 2011 19:00 Kvikmyndastjarnan Tom Cruise mun að öllum líkindum dvelja á Íslandi í nokkrar vikur næsta sumar við upptökur á tólf milljarða króna Hollywood-stórmynd. Búist er við að tvöhundruð manna kvikmyndalið frá Universal fylgi honum til landsins. Eyðilegt landslag á Íslandi fær það hlutverk í myndinni að vera jörðin í framtíðinni þegar hún er orðin óbyggileg en það sem eftir lifir af mannkyni býr í einskonar skýjaborgum svífandi yfir jörðu. Myndin verður gerð eftir skáldsögunni Oblivion og fjallar um hermann sem er sendur til yfirborðs jarðar til að leita uppi og tortíma framandi og óvinveittum lífverum. Njósnafar hans skemmist og hermaðurinn situr einn fastur á jörðinni. Tom Cruise hefur þegar skrifað undir samning um að leika hermanninn sem lendir óvænt í því að rekast á fallega konu á jörðinni og þarf hermaðurinn að meta hvort konan sé raunveruleg manneskja eða dulbúin óvinveitt geimvera, sem honum ber að drepa. Þrjár leikkonur eru nú helst nefndar í aðalkvenhlutverkið, Kate Beckinsale, Hayley Atwell og Diane Kruger. Universal framleiðir myndina, sem áætlað er að kosti tólf milljarða króna. Leikstjóri verður Joseph Kosinski, sem síðast leikstýrði myndinni Tron Legacy, en hann fór um Ísland síðastliðið sumar að leita að hentugum tökustöðum, í fylgd starfsmanna íslenska fyrirtæksins True North, sem annast skipulagningu hérlendis. Áætlað er að kvikmyndatökur standi yfir fyrrihluta næsta sumars, einkum á hálendinu, og að Tom Cruise dvelji hér á landi í nokkrar vikur ásamt um tvöhundruð manna kvikmyndaliði. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kvikmyndastjarnan Tom Cruise mun að öllum líkindum dvelja á Íslandi í nokkrar vikur næsta sumar við upptökur á tólf milljarða króna Hollywood-stórmynd. Búist er við að tvöhundruð manna kvikmyndalið frá Universal fylgi honum til landsins. Eyðilegt landslag á Íslandi fær það hlutverk í myndinni að vera jörðin í framtíðinni þegar hún er orðin óbyggileg en það sem eftir lifir af mannkyni býr í einskonar skýjaborgum svífandi yfir jörðu. Myndin verður gerð eftir skáldsögunni Oblivion og fjallar um hermann sem er sendur til yfirborðs jarðar til að leita uppi og tortíma framandi og óvinveittum lífverum. Njósnafar hans skemmist og hermaðurinn situr einn fastur á jörðinni. Tom Cruise hefur þegar skrifað undir samning um að leika hermanninn sem lendir óvænt í því að rekast á fallega konu á jörðinni og þarf hermaðurinn að meta hvort konan sé raunveruleg manneskja eða dulbúin óvinveitt geimvera, sem honum ber að drepa. Þrjár leikkonur eru nú helst nefndar í aðalkvenhlutverkið, Kate Beckinsale, Hayley Atwell og Diane Kruger. Universal framleiðir myndina, sem áætlað er að kosti tólf milljarða króna. Leikstjóri verður Joseph Kosinski, sem síðast leikstýrði myndinni Tron Legacy, en hann fór um Ísland síðastliðið sumar að leita að hentugum tökustöðum, í fylgd starfsmanna íslenska fyrirtæksins True North, sem annast skipulagningu hérlendis. Áætlað er að kvikmyndatökur standi yfir fyrrihluta næsta sumars, einkum á hálendinu, og að Tom Cruise dvelji hér á landi í nokkrar vikur ásamt um tvöhundruð manna kvikmyndaliði.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira