Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fleetwood Mac: Þegar eftir­líkingin verður betri en raun­veru­leikinn

Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.

Gagnrýni

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið
Fréttamynd

Var til­búinn með tapræðu í matar­boðinu

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Lífið
Fréttamynd

Þungarokkarar komast ekki til Ís­lands

Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar féll í yfir­lið og þríkjálkabrotnaði

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Syndir á móti straumnum í old school hip­hopi

Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject.

Lífið
Fréttamynd

„Sköpunar­gáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“

„Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ segir stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina, tækninýjungar og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land á fyrra undanúrslitakvöldi Euro­vision

Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins.

Tónlist
Fréttamynd

Ný mynd um Jackson í upp­námi vegna dómsáttar frá 1993

Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar.

Lífið
Fréttamynd

Svala slær sér upp

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna

Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

Lífið
Fréttamynd

Lét sig dreyma um Euro­vision á Húsa­vík

„Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Meintur stuldur á borð RÚV

Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist.

Lífið
Fréttamynd

Björk mætir á stóra skjáinn

„Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan.

Tónlist
Fréttamynd

Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meiri­hlutinn jafn sekur og há­væri minni­hlutinn

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir.

Lífið
Fréttamynd

Heill hljóðheimur Hildar fer aftur­á­bak

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Afturábak. Þetta er stórmerkilegt í ljósi þess að Hildur hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta tónlistarkona landsins, sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og samið fjölda laga fyrir sjálfa sig sem og aðra tónlistarmenn. Hún segist vera orðin þreytt á að vera oft titluð „söngkonan Hildur“ enda er hún miklu meira en bara það.

Tónlist
Fréttamynd

Mót­mæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár

Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Starfs­maður frá Filipps­eyjum syngur og syngur á Sel­fossi

Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun.

Innlent