Lífið

Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón

Birgir Olgeirsson skrifar
Tony Hawk ásamt Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Brettafélags Hafnarfjarðar, en Hawk leit við í Brettagarðinn í Hafnarfirði ásamt því að skoða Jökulsárlón.
Tony Hawk ásamt Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Brettafélags Hafnarfjarðar, en Hawk leit við í Brettagarðinn í Hafnarfirði ásamt því að skoða Jökulsárlón.
„Ég hef aldrei verið svona starstrucked áður og hef séð þá nokkra,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður Brettafélags Hafnarfjarðar, um bandarísku hjólabrettagoðsögnina Tony Hawk sem leit við í hjólabrettagarðinum í Hafnarfirði í dag.

Tony Hawk er hér á landi í fríi og er búist við að hann verði hér í tvo daga til viðbótar ásamt konu sinni. Hann hafði nýlokið þátttöku á góðgerðamóti í Stokkhólmi í Svíþjóð þegar hann ákvað að verja nokkrum dögum á Íslandi.

Leon S. Kemp, sem situr í stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar, tók eftir myndum Tony Hawks frá Íslandi á Instagram-síðu hans og setti sig í samband við kappann. Hann leit við í verslun Leons í Kringlunni, Mohawk, og fékk þar leiðbeiningar frá Steinari Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, upp í hjólabrettagarðinn í Hafnarfirði.

„Hann bara brunaði suður eftir og það varð allt logandi. Það var eini fyrirvarinn sem við höfðum,“ segir Jóhann Óskar um veru Hawks í garðinum sem segir þessa heimsókn í líkingu við ef körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefði litið við á körfuboltaæfingu hjá Haukum í Hafnarfirði.

„Við erum að tala um að það hefur enginn annar markað önnur eins spor í íþróttinni og þessi drengur,“ segir Jóhann.

Hér má sjá Tony Hawk taka „handplant“ í Brettagarðinum í Hafnarfirði. 

Hann er ennþá nokkuð fimur þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára gamall. 

Hann gaf sér tíma til að spjalla við unga aðdáendur sína. 

Og skoðaði Jökulsárlón. 

Jökulsárlón Glacier is so goth right now.

A photo posted by Tony Hawk (@tonyhawk) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×