Torgið við Hörpu hlýtur norræn arkitektaverðlaun 26. október 2011 15:51 Mynd/Binni ljósmyndari Torgið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hlaut verðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg sem haldin var í fyrsta skipti dagana 24. og 25. október. Áformað er að festa hana í sessi sem stærsta norræna viðburðinn meðal arkitekta, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem haldinn verði annað hvert ár. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins en torgið er hannað af Landslagi í samvinnu við arkítektastofuna Batteríið. Samstarfsaðilar voru Henning Larsen Architects og Ólafur Elíasson.Lýsing höfunda á torginu: Við hönnun svæðisins er skírskotað í sögu svæðisins frá því að vera ósnortin fjara þar sem lækurinn rann til sjávar yfir í það að vera hafnarsvæði. Spegiltjarnir skapa hólmatilfinningu inni á torginu og fjarlægð frá aðliggjandi umferðargötu. Brýrnar yfir tjarnirnar eru í minningu bryggjanna sem stungust þarna áður í sjó fram og mannfagnaða við skipakomur á Ingólfsgarði. Torgið skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar og snýr vel við sól og skjóli. Svart malbik á meginfletinum undirstrikar hafnaryfirbragðið og gefur byggingunni þann rólega forgrunn sem hún þarfnast. Á regnvotum dögum breytist torgið í einn stóran spegil sem byggingin glitrar í. Setstallar úr bryggjuvið við Kalkofnsveg gefa gestum og gangandi möguleika á að staldra við og sjá bygginguna speglast í vatnsfletinum. Stór bryggjupallur við vesturhlið Hörpu býður upp á útiveru og mögulegar útiveitingar á góðum dögum í nálægð við smábátahöfnina. Gönguleiðir af bryggjunum eru framlengdar yfir Kalkofnsveg í þeim tilgangi að undirstrika forgang gangandi vegfarenda. Miðeyjan Kalkofnsvegar er lögð fjörumöl, lábörðum steinum og ryðguðum stálbitum í minningu upprunalegrar strandlínu. Frekari upplýsingar um torgið við Hörpu og Kalkofnsveg er að finna hér. Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Torgið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hlaut verðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg sem haldin var í fyrsta skipti dagana 24. og 25. október. Áformað er að festa hana í sessi sem stærsta norræna viðburðinn meðal arkitekta, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem haldinn verði annað hvert ár. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins en torgið er hannað af Landslagi í samvinnu við arkítektastofuna Batteríið. Samstarfsaðilar voru Henning Larsen Architects og Ólafur Elíasson.Lýsing höfunda á torginu: Við hönnun svæðisins er skírskotað í sögu svæðisins frá því að vera ósnortin fjara þar sem lækurinn rann til sjávar yfir í það að vera hafnarsvæði. Spegiltjarnir skapa hólmatilfinningu inni á torginu og fjarlægð frá aðliggjandi umferðargötu. Brýrnar yfir tjarnirnar eru í minningu bryggjanna sem stungust þarna áður í sjó fram og mannfagnaða við skipakomur á Ingólfsgarði. Torgið skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar og snýr vel við sól og skjóli. Svart malbik á meginfletinum undirstrikar hafnaryfirbragðið og gefur byggingunni þann rólega forgrunn sem hún þarfnast. Á regnvotum dögum breytist torgið í einn stóran spegil sem byggingin glitrar í. Setstallar úr bryggjuvið við Kalkofnsveg gefa gestum og gangandi möguleika á að staldra við og sjá bygginguna speglast í vatnsfletinum. Stór bryggjupallur við vesturhlið Hörpu býður upp á útiveru og mögulegar útiveitingar á góðum dögum í nálægð við smábátahöfnina. Gönguleiðir af bryggjunum eru framlengdar yfir Kalkofnsveg í þeim tilgangi að undirstrika forgang gangandi vegfarenda. Miðeyjan Kalkofnsvegar er lögð fjörumöl, lábörðum steinum og ryðguðum stálbitum í minningu upprunalegrar strandlínu. Frekari upplýsingar um torgið við Hörpu og Kalkofnsveg er að finna hér.
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira