Treysta ekki stjórninni til að einkavæða banka Sveinn Arnarsson skrifar 16. desember 2015 07:00 Samsett mynd af stóru viðskiptabönkunum þremur. Aðeins fimmti hver Íslendingur treystir núverandi stjórnvöldum til að halda utan um sölu á hlut ríkisins í íslenskum bönkum. Þetta kemur fram í könnun Gallup. Spurt var: „Hversu vel eða illa treystir þú núverandi ríkisstjórn til að sjá um sölu á hlut ríkisins í bönkum?“ 21,5 prósent treysta ríkisstjórnarflokkunum vel til þess. 61,4 prósent treysta ríkisstjórn illa og 17,2 prósent svara hvorki né. Minnst er traustið hjá háskólamenntuðum, hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins og aldurshópnum 25-34 ára. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir ríkisstjórnarflokkana glíma við gamlan draug þegar kemur að einkavæðingu bankanna. „Þessi niðurstaða sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir njóta lágmarkstrausts til að standa að einkavæðingu bankanna. Það traust er talsvert minna en samanlagt fylgi þeirra nú. Það segir sína sögu,“ segir Grétar Þór. Gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs að þriðjungshlutur ríkisins í Landsbankanum verði seldur. Kemur þar fram að ríkið ætli sér að fá rúmlega 70 milljarða fyrir þann eignarhlut. Þann 19. nóvember síðastliðinn var haldin sérstök umræða á Alþingi um einkavæðingu ríkisins í íslenskum bönkum. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir þessar niðurstöður koma lítið á óvart. „Það fór svo mikið úrskeiðis síðast að landsmenn treysta þeim ekki enn fyrir svo stóru verki sem einkavæðingin er.“ Könnunin var framkvæmd af Gallup fyrir þingflokk Pírata, dagana 3.-14. desember. 1.433 voru í úrtaki Gallup, 81 svaraði könnuninni eða 61,5 prósent. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Aðeins fimmti hver Íslendingur treystir núverandi stjórnvöldum til að halda utan um sölu á hlut ríkisins í íslenskum bönkum. Þetta kemur fram í könnun Gallup. Spurt var: „Hversu vel eða illa treystir þú núverandi ríkisstjórn til að sjá um sölu á hlut ríkisins í bönkum?“ 21,5 prósent treysta ríkisstjórnarflokkunum vel til þess. 61,4 prósent treysta ríkisstjórn illa og 17,2 prósent svara hvorki né. Minnst er traustið hjá háskólamenntuðum, hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins og aldurshópnum 25-34 ára. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir ríkisstjórnarflokkana glíma við gamlan draug þegar kemur að einkavæðingu bankanna. „Þessi niðurstaða sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir njóta lágmarkstrausts til að standa að einkavæðingu bankanna. Það traust er talsvert minna en samanlagt fylgi þeirra nú. Það segir sína sögu,“ segir Grétar Þór. Gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs að þriðjungshlutur ríkisins í Landsbankanum verði seldur. Kemur þar fram að ríkið ætli sér að fá rúmlega 70 milljarða fyrir þann eignarhlut. Þann 19. nóvember síðastliðinn var haldin sérstök umræða á Alþingi um einkavæðingu ríkisins í íslenskum bönkum. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir þessar niðurstöður koma lítið á óvart. „Það fór svo mikið úrskeiðis síðast að landsmenn treysta þeim ekki enn fyrir svo stóru verki sem einkavæðingin er.“ Könnunin var framkvæmd af Gallup fyrir þingflokk Pírata, dagana 3.-14. desember. 1.433 voru í úrtaki Gallup, 81 svaraði könnuninni eða 61,5 prósent.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira