Treystir því að Páll hafi verið ráðinn á faglegum forsendum Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2011 12:05 Steingrímur. J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira