Treystir því að Páll hafi verið ráðinn á faglegum forsendum Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2011 12:05 Steingrímur. J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira