Innlent

Trilla sökk í Hafnarfjarðarhöfn

Boði Logason skrifar
Frá Hafnarfjarðarhöfn. Mynd tengist frétt ekki beint.
Frá Hafnarfjarðarhöfn. Mynd tengist frétt ekki beint.
„Hann sökk nánast allur og hangir þarna við höfnina," segir Kristinn Aadnegard, forstöðumaður þjónustudeildar hjá Hafnarfjarðarhöfn. Um klukkan níu í kvöld sökk sjö til átta metra löng trilla sem lá við höfnina. Hann segir veðrið ekki vera það slæmt í Hafnarfirði og kennir því ekki endilega um að hann sökk.

„Það þarf ekkert endilega að vera að hann hafi sokkið út af veðrinu, það er ekkert svo slæmt veður hérna við höfnina að það sé einhver hætta. Hann hangir enn þá við bryggjuna og við skoðum þetta betur þegar það birtir til í fyrramálið og veðrið lægir."

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að aðal tilkynningarnar séu vegna þess að fólk hefur ekki fest hluti nægilega vel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×