Trúfrelsi eða trúræði? Bjarni Jónsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar