Trúmál í skólum Örn Bárður Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 00:00 Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun