Tryggingagjöld sjaldan verið hærri Svavar Hávarðsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Hátt tryggingagjald er sagt hafa lamandi áhrif á fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór. „Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira
„Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira