Innlent

Tryllitækjum úr Top Gear stillt upp við Hallgrímskirkju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bílunum stillt upp við Hallgrímskirkju.
Bílunum stillt upp við Hallgrímskirkju. Mynd/ Eyjólfur Karl Eyjólfsson.
Fjölmennt tökulið er hér á landi til þess að taka upp þátt í nýrri þáttaröð amerísku Top Gear þáttanna.

Aðalmennirnir að baki þáttunum, þeir Tanner Foust, Rutledge Wood og Adam Ferrera eru allir á landinu, eftir því sem fram kemur á vefnum Car Buzz. Bílar á þeirra vegum sáust við Hallgrímskirkju fyrr í vikunni en vefurinn birtir myndir sem birtust upphaflega á vefnum Hooniverse. Tanner Foust mun sjálfur hafa staðfest að hann væri hér á landi með færslu á myndaforritinu Instagram.

Tökulið breska Top Gear þáttarins kom hingað til lands skömmu eftir gosið í Eyjafjallajökli við mikla hrifningu.

Í myndasafni hér að neðan getur þú séð myndir sem Eyjólfur Karl Eyjólfsson tók af bílunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×