Innlent

Tugir sektaðir í góða veðrinu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir fólk hafa verið ósátt við sektirnar.
Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir fólk hafa verið ósátt við sektirnar.
"Við sektuðum eina fjörutíu til fimmtíu bíla í Nauthólsvík í gær, bæði lögreglan og starfsmenn Bílastæðasjóðs," segir Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar.

Fjöldi fólks nýtti góða veðrið í gær til að fara í Nauthólsvík og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stór hluti þess lagði bílum sínum ólöglega - uppi á grasbölum eða gangstéttum.

Að sögn Árna reynir lögreglan alltaf að bregðast við í svona tilfellum til dæmis þegar fólk fjölmennir á landsleiki í Laugardalnum. Í gær hafi margir hafi hringt til að kvarta undan sektunum.

"Við sektum þegar fólk leggur ólöglega og þá skiptir engu máli hvernig veðrið er. Það er alveg jafn bannað að leggja uppi á gangstétt í rigningu og sól," segir Árni. "Það er gríðarlega mikið af bílastæðum við Háskólann í Reykjavík en í gær stóðu þau bara auð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×